Blettatígurinn er mjóslegnari, höfuðminni og hlutfallslega lappalengri en hinar tegundirnar tvær enda er hann mun sprettharðari og hleypur bráð sína uppi. Slíkar veiðiaðferðir eru nær óþekktar meðal hlébarða og jagúara sem kjósa að veiða úr launsátri. Blettatígurinn hefur hins vegar þurft að fórna styrk fyrir hraða og er öllu veikbyggðari heldur en hinar tegundirnar tvær.
Margir eiga hins vegar erfitt með að greina á milli hlébarða og jagúars. Það er þó munur á líkamsbyggingu þessara stórvöxnu kattardýra. Jagúarinn er kubbslegri og hærri en hlébarðinn og höfuðið er breiðara og stærra. Jagúarinn er allur stærri og getur orðið allt að 120 kg þyngd, en hlébarðinn er venjulega á bilinu 28 til 90 kg að þyngd, breytilegt eftir deilitegundum. Mynstrið á feldi þeirra er einnig nokkuð frábrugðið þar sem rósettumynstur jagúarsins er mun stærra en hjá hlébarðanum. Loks má geta þess að hlébarðar lifa í Afríku og Asíu en jagúar í Ameríku.
Önnur svör á Vísindavefnum eftir sama höfund: Myndir: