Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 28 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum? Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir hlébarði?

Hlébarði eða pardusdýr (Panthera pardus) tilheyrir sömu ættkvísl og aðrar stórvaxnar kattategundir. Þar má nefna jagúarinn (Panthera onca), ljónið (Panthera leo) og tígrisdýrið (Panthera tigris). Engin tegund stórra kattardýra er jafn útbreidd og hlébarðinn; þeir finnast um alla Afríku, á Arabíuskaganum, í Íran,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?

Þegar greina á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars, má sjá að blettatígurinn (Acinonyx jubatus) sker sig þó nokkuð frá hinum tveimur hvað varðar útlit og líkamsbyggingu. Í reynd er munurinn það mikill að hann hefur verið flokkaður í aðra undirætt en stórkettirnir. Hlébarði (Panthera pardus) og jagúar (Panther...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað kallast kvenkyns hlébarði?

Venjan er að kalla kvenkyns kattardýr læður hvort sem það eru dýr af smákattategundum svo sem heimiliskettir (Felix cattus) eða kettir af stórkattaættkvíslinni (Panthera). Því er eðlilegt að nota orðið hlébarðalæða um kvendýr hlébarðans (Panthera pardus). Hins vegar hefur skapast sú hefð að kalla kvendýr tígrisdýr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru ljón á litinn og hafa öll karlljón makka?

Ljón (Panthera leo) eru venjulega brúnleit á skrokk og oft fölleitari á kvið. Brúni liturinn getur verið missterkur, frá þéttum brúnum lit í fölbrúnan. Makki karlljóna er dökkleitur en liturinn er breytilegur eftir aldri og deilitegundum. Á ákveðnum svæðum í Kenía og í Senegal eru til makkalaus ljón. Þegar ath...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er saga hlébarðans?

Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Ef kettir missa klær vaxa þær aftur og getur komið sýking? Já, kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins, líkt og neglur okkar mannanna. Það er þeim nauðsynlegt því annars hefðu ansi margir kettir stuttar og slitnar klær. Kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins en e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á venjulegum hlébarða og snjóhlébarða?

Hlébarði (Panthera pardus) og snjóhlébarðinn, sem oftar er nefndur snæhlébarði (Leo uncia) eru tvær fjarskyldar tegundir af kattarætt (Felidae). Talsverður útlitsmunur er á þessum tegundum. Hlébarðar eru mun stærri dýr og vega frá 50-100 kg en snæhlébarðar eru einungis um 23-41 kg. Snæhlébarðar lifa við mj...

category-iconLæknisfræði

Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?

Riðusjúkdómur líkur kúariðu hefur fundist í köttum í Bretlandi frá árinu 1989. Riða í köttum kallst FSE á ensku (feline spongiform encephalopathy), eða kattariða á íslensku. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómur er nafnið á sambærilegum sjúkdómi í fólki. Heimiliskettir hafa greinst með FSE. Alls hefur 81 heimilisköttu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna drepa ljón blettatígra?

Tengsl tegunda í vistkerfi geta verið afar flókin. Það er ekki endilega víst að ljón (Panthera leo) drepi blettatígra (Acinonyx jubatus) sér til matar, heldur kann að vera að þau séu í og með að draga úr samkeppni um fæðu. Það er vel þekkt að ljón drepi blettatígra, bæði fullorðin dýr og hvolpa. Á svæðum í Afrí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Hvað eru til margar tegundir af stórum köttum (ljónum, tígrísdýrum og þess háttar)? Svokallaðir stórkettir eru þau kattardýr sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Í þessari ættkvísl eru alls fimm tegundir stórvaxinna kattardýra, þau eru: Ljón (Panthera leo) Tígrisdýr (Panthe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er jagúar flokkaður?

Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?

Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er kötturinn eina dýrið sem leikur sér að bráð?

Upprunalega var spurningin mun lengri. Í meginatriðum var hún svohljóðandi:Er vitað til að fleiri dýr en kötturinn leiki sér með bráðina? Ef svo er, er þá vitað hvaða dýr hegða sér þannig og hvers vegna? Getur verið að kötturinn sem er minnstur allra kattardýra verði að byggja upp grimmd og miðla til afkvæma sinna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?

Þetta er ein af þeim spurningum sem mætti svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Af hverju ættu rándýr ekki að éta kjöt? Og síðan mætti bæta við: Ef rándýr ætu ekki kjöt, væru þau þá rándýr? Hér er vert að hafa í huga orðið sem notað er í mörgum málum um rándýr, samanber í ensku carnivore. Þetta orð ...

Fleiri niðurstöður