Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru ljón á litinn og hafa öll karlljón makka?

JMH

Ljón (Panthera leo) eru venjulega brúnleit á skrokk og oft fölleitari á kvið. Brúni liturinn getur verið missterkur, frá þéttum brúnum lit í fölbrúnan. Makki karlljóna er dökkleitur en liturinn er breytilegur eftir aldri og deilitegundum. Á ákveðnum svæðum í Kenía og í Senegal eru til makkalaus ljón.

Þegar athyglinni er beint að umhverfi ljóna þá er hinn brúnleiti litur skrokksins augljós aðlögun að brúnleitu umhverfi savannalenda Afríku. Asísk ljón lifðu einnig í áþekku umhverfi.

Hvítir ljónshvolpar.

Hvít ljón eru einnig þekkt, líkt og hvít tígrisdýr (Panthera tigris) og svartir hlébarðar (Panthera pardus). Líkt og gildir um hvítu tígrisdýrin þá eru hvítu ljónin ekki albínóar heldur er um að ræða sérstakt litarafbrigði sem nefnist á fræðimáli leucismi þar sem eðlilegir litir finnast í augum og skinnfrumum en í miklu minni mæli en hjá öðrum dýrum. Genið sem ákvarðar þetta útlit er víkjandi.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

22.4.2009

Spyrjandi

Dagný Hallsdóttir, f. 1994

Tilvísun

JMH. „Hvernig eru ljón á litinn og hafa öll karlljón makka?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51711.

JMH. (2009, 22. apríl). Hvernig eru ljón á litinn og hafa öll karlljón makka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51711

JMH. „Hvernig eru ljón á litinn og hafa öll karlljón makka?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51711>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru ljón á litinn og hafa öll karlljón makka?
Ljón (Panthera leo) eru venjulega brúnleit á skrokk og oft fölleitari á kvið. Brúni liturinn getur verið missterkur, frá þéttum brúnum lit í fölbrúnan. Makki karlljóna er dökkleitur en liturinn er breytilegur eftir aldri og deilitegundum. Á ákveðnum svæðum í Kenía og í Senegal eru til makkalaus ljón.

Þegar athyglinni er beint að umhverfi ljóna þá er hinn brúnleiti litur skrokksins augljós aðlögun að brúnleitu umhverfi savannalenda Afríku. Asísk ljón lifðu einnig í áþekku umhverfi.

Hvítir ljónshvolpar.

Hvít ljón eru einnig þekkt, líkt og hvít tígrisdýr (Panthera tigris) og svartir hlébarðar (Panthera pardus). Líkt og gildir um hvítu tígrisdýrin þá eru hvítu ljónin ekki albínóar heldur er um að ræða sérstakt litarafbrigði sem nefnist á fræðimáli leucismi þar sem eðlilegir litir finnast í augum og skinnfrumum en í miklu minni mæli en hjá öðrum dýrum. Genið sem ákvarðar þetta útlit er víkjandi.

Mynd:...