Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eini munurinn á hvítum tígrisdýrum og tígrisdýrum sem hafa hinn venjulega appelsínugula grunnlit, er sá að hvít tígrisdýr hafa í báðum genasætum víkjandi gen sem ræður litafari þeirra.
Til þess að glöggva sig betur á þessu er gott að hafa mendelska erfðafræði í huga. Um Gregor Mendel og erfðafræði er meðal annars hægt að lesa í svari við spurningunum Hver var Gregor Mendel og fyrir hvað er hann frægur? og Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?
Grunnlitur tígrisdýra ræðst sennilega af einu geni. Meira en 99% villtra tígrisdýra hafa appelsínugulan grunnlit og genið sem ræður þessum lit er ríkjandi yfir geni sem ákvarðar hvítan lit. Appelsínugul tígrisdýr eru annað hvort arfhrein, það er að segja þau hafa gen sem ráða rauðgula litnum í báðum litningasætum samstæðra litninga, eða arfblendin, en þá er gen fyrir hvítan lit í öðru sætinu og gen fyrir appelsínugulu í hinu. Þar sem hið síðarnefnda er ríkjandi ræður það litnum. Einungis dýr sem hafa gen fyrir hvítum lit í báðum sætum fá hvítan grunnlit.
Rauðguli liturinn virðist auka hæfni tígrisdýra til að að dyljast fyrir bráð í gróðurþykkni asískra skóga. Samkvæmt skilningi þróunarfræðinnar eru hvít tígrisdýr ekki eins hæf til veiða og lífs. Þess má geta að tígrisdýr í Rússlandi hafa ekki skæran rauðgulan grunnlit heldur fölari appelsínugulan lit, en það skýrist meðal annars af aðlögun að umhverfi þeirra.
Mynd: WHITE TIGERS
JMH. „Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=7293.
JMH. (2008, 2. apríl). Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7293
JMH. „Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7293>.