Grunnlitur tígrisdýra ræðst sennilega af einu geni. Meira en 99% villtra tígrisdýra hafa appelsínugulan grunnlit og genið sem ræður þessum lit er ríkjandi yfir geni sem ákvarðar hvítan lit. Appelsínugul tígrisdýr eru annað hvort arfhrein, það er að segja þau hafa gen sem ráða rauðgula litnum í báðum litningasætum samstæðra litninga, eða arfblendin, en þá er gen fyrir hvítan lit í öðru sætinu og gen fyrir appelsínugulu í hinu. Þar sem hið síðarnefnda er ríkjandi ræður það litnum. Einungis dýr sem hafa gen fyrir hvítum lit í báðum sætum fá hvítan grunnlit. Rauðguli liturinn virðist auka hæfni tígrisdýra til að að dyljast fyrir bráð í gróðurþykkni asískra skóga. Samkvæmt skilningi þróunarfræðinnar eru hvít tígrisdýr ekki eins hæf til veiða og lífs. Þess má geta að tígrisdýr í Rússlandi hafa ekki skæran rauðgulan grunnlit heldur fölari appelsínugulan lit, en það skýrist meðal annars af aðlögun að umhverfi þeirra. Mynd: WHITE TIGERS
Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum?
Grunnlitur tígrisdýra ræðst sennilega af einu geni. Meira en 99% villtra tígrisdýra hafa appelsínugulan grunnlit og genið sem ræður þessum lit er ríkjandi yfir geni sem ákvarðar hvítan lit. Appelsínugul tígrisdýr eru annað hvort arfhrein, það er að segja þau hafa gen sem ráða rauðgula litnum í báðum litningasætum samstæðra litninga, eða arfblendin, en þá er gen fyrir hvítan lit í öðru sætinu og gen fyrir appelsínugulu í hinu. Þar sem hið síðarnefnda er ríkjandi ræður það litnum. Einungis dýr sem hafa gen fyrir hvítum lit í báðum sætum fá hvítan grunnlit. Rauðguli liturinn virðist auka hæfni tígrisdýra til að að dyljast fyrir bráð í gróðurþykkni asískra skóga. Samkvæmt skilningi þróunarfræðinnar eru hvít tígrisdýr ekki eins hæf til veiða og lífs. Þess má geta að tígrisdýr í Rússlandi hafa ekki skæran rauðgulan grunnlit heldur fölari appelsínugulan lit, en það skýrist meðal annars af aðlögun að umhverfi þeirra. Mynd: WHITE TIGERS
Útgáfudagur
2.4.2008
Spyrjandi
Alexandra Sigfúsdóttir, f. 1996
Tilvísun
JMH. „Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7293.
JMH. (2008, 2. apríl). Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7293
JMH. „Hver er munurinn á hvítum og venjulegum tígrisdýrum?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7293>.