Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 229 svör fundust
Hvernig erfist litur á feldi tófunnar?
Upprunalega spurningin hjóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um erfðafræði íslenska melrakkans, til dæmis hvernig litarhaft erfist? Einnig hvort tófan hefur blandast alaskaref/silfurref. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að skýra út tvö algeng hugtök í erfðafræðinni, svipgerð (e. phenotype) og arfgerð (...
Af hverju er rauður litur jólanna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...
Eru hvítt og svart litir?
Segja má að svarið við þessu ráðist meðal annars af því hvort átt er við liti sem ljós úr ljósgjafa eða liti sem endurvarp ljóss, auk þess hvað átt er við með hugtakinu litur. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en gr...
Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?
Litir kirkjunnar eru kallaðir litir kirkjuársins. Þeir eru þessir: Hvítur, rauður, fjólublár, grænn og svartur. Hvíti liturinn (sem líka getur verið gylltur) er notaður á stórhátíðum kirkjunnar, eða Krists-hátíðum, sem eru jól og páskar. Jólatíminn nær til þrettándans en páskatíminn nær til hvítasunnu. Litur h...
Af hverju er páskaliturinn í kirkjunni fjólublár en ekki gulur eins og venjulegi páskaliturinn?
Páskaliturinn er nú reyndar hvítur en tíminn fyrir páska, það er að segja fastan, hefur fjólubláan lit. Að baki spurningunni liggur málvenja síðari ára sem lætur páskana byrja ekki síðar en þegar skólar fara í páskafrí. Af þeirri ástæðu er farið að kalla vikuna fyrir páska páskaviku, þótt hún heiti frá fornu ...
Hvaða litur ljóssins kemst lengst niður í hafið?
Ljósið dofnar almennt við að fara í gegnum efni. Við getum skilgreint helmingunarlengd í þessu sambandi sem þá vegalengd sem þarf til að deyfa ljósið niður í helming af upphafsstyrk. Eftir tvær helmingunarlengdir er styrkurinn kominn niður í fjórðung af upphafsstyrknum og svo framvegis. En við getum ekki tiltekið...
Af hverju eru tennur hvítar?
Upprunalegi litur tannanna ræðst af þeim efnum sem þær eru gerðar úr en ýmislegt getur haft áhrif á litinn seinna. Tennur skiptast í krónu, sem er hinn sýnilegi hluti tannarinnar og stendur upp í munnholið, og rót sem situr í kjálkabeininu. Aðalvefur tannarinnar er tannbeinið (e. dentin) en það er ljóst á litin...
Er mjólk svört í myrkri?
Þetta er ein af þeim spurningum sem við fáum trúlega aldrei endanlegt svar við. Svarið ræðst af því hvað við eigum við þegar við tölum um liti en heimspekingum hefur reynst ákaflega erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það. Sumir halda því fram að augljóst sé að hlutur haldi lit sínum óháð aðstæðum á...
Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?
Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja se...
Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?
Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt. Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofan...
Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...
Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna. Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun ...
Af hverju draga dökk föt að sér hita?
Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en ...
Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?
Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? þá endurspegla ískristallarnir í snjókornunum með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. Hvítt er sem kunnugt er blanda af öllum litum litrófsins. Því verður geislunin frá snjókornunum hvít sem er um leið litur snjó...
Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en...