Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju draga dökk föt að sér hita?

Ragnar Yngvi Marinósson og Sigfinnur Andri Marinósson

Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en gleypir í sig aðra liti ljóss. Af þessu leiðir að svartir hlutir eru svartir vegna þess að næstum ekkert ljós endurkastast af þeim, heldur gleypa þeir allt ljósið í sig. Hvítir hlutir endurkasta hins vegar mestöllu ljósi.

Í mörgum Mið-Austurlöndum klæðast menn gjarnan hvítum fötum en það hjálpar þeim við að verða ekki of heitt.

Svartir og dökkir hlutir gleypa ekki aðeins í sig ljós heldur einnig varmageislun eins og þá sem berst frá sólinni, á meðan hlutir í ljósari litum endurkasta frekar slíkri geislun. Eins og lesa má um í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan? helst hæfni til að geisla frá sér varma í hendur við hæfni til að gleypa í sig varma. Dökk föt geisla því frá sér varmageisluninni sem þau hafa gleypt í sig og verða við það heit viðkomu.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

19.6.2012

Spyrjandi

Kolfinna Pola Grétarsdóttir, f. 1999

Tilvísun

Ragnar Yngvi Marinósson og Sigfinnur Andri Marinósson. „Af hverju draga dökk föt að sér hita?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59983.

Ragnar Yngvi Marinósson og Sigfinnur Andri Marinósson. (2012, 19. júní). Af hverju draga dökk föt að sér hita? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59983

Ragnar Yngvi Marinósson og Sigfinnur Andri Marinósson. „Af hverju draga dökk föt að sér hita?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59983>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju draga dökk föt að sér hita?
Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en gleypir í sig aðra liti ljóss. Af þessu leiðir að svartir hlutir eru svartir vegna þess að næstum ekkert ljós endurkastast af þeim, heldur gleypa þeir allt ljósið í sig. Hvítir hlutir endurkasta hins vegar mestöllu ljósi.

Í mörgum Mið-Austurlöndum klæðast menn gjarnan hvítum fötum en það hjálpar þeim við að verða ekki of heitt.

Svartir og dökkir hlutir gleypa ekki aðeins í sig ljós heldur einnig varmageislun eins og þá sem berst frá sólinni, á meðan hlutir í ljósari litum endurkasta frekar slíkri geislun. Eins og lesa má um í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan? helst hæfni til að geisla frá sér varma í hendur við hæfni til að gleypa í sig varma. Dökk föt geisla því frá sér varmageisluninni sem þau hafa gleypt í sig og verða við það heit viðkomu.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....