Varminn sem við fáum frá sólinni berst til jarðar með varmageislun eingöngu. Þetta sést best af því að milli sólar og jarðar er tómarúm þannig að þar getur hvorki orðið varmaleiðing né varmaburður. Stundum viljum við hanna hluti þannig að þeir gefi frá sér sem mestan varma og sem örast. Þá má aftur hafa í huga regluna sem nefnd var hér á undan, að geislunarhæfni hlutar helst í hendur við gleypingarhæfni. Svartir og mattir hlutir drekka í sig mikið af geisluninni sem á þá fellur og senda því að sama skapi frá sér varmageislun þegar því er að skipta. Þetta er ástæðan til þess að kolaofnar og slíkir hlutir eru oft svartir eða mattir.
Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?
Varminn sem við fáum frá sólinni berst til jarðar með varmageislun eingöngu. Þetta sést best af því að milli sólar og jarðar er tómarúm þannig að þar getur hvorki orðið varmaleiðing né varmaburður. Stundum viljum við hanna hluti þannig að þeir gefi frá sér sem mestan varma og sem örast. Þá má aftur hafa í huga regluna sem nefnd var hér á undan, að geislunarhæfni hlutar helst í hendur við gleypingarhæfni. Svartir og mattir hlutir drekka í sig mikið af geisluninni sem á þá fellur og senda því að sama skapi frá sér varmageislun þegar því er að skipta. Þetta er ástæðan til þess að kolaofnar og slíkir hlutir eru oft svartir eða mattir.
Útgáfudagur
31.1.2000
Spyrjandi
Ritstjórn
Tilvísun
Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=33.
Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 31. janúar). Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=33
Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=33>.