Skuggi myndast af því að ekkert ljós fellur á flötinn þar sem skugginn er, eða að minnsta kosti talsvert minna en á umhverfið. Flöturinn endurkastar þá líka litlu sem engu ljósi og hefur því engan eða daufan lit. Ef við hugsum okkur um rifjast það líka upp að stundum er rökkur eða næstum því myrkur í herbergi en við sjáum samt móta fyrir hlutunum þar inni. Þeir hafa þá enga liti af því að ljósið er ekki nógu mikið til að gefa þeim lit, það er að segja til þess að augun í okkur skynji liti í daufu ljósinu frá þeim. Höfundur þakkar Ara Ólafssyni yfirlestur og góðar athugasemdir. Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um liti, ljós og skugga, til dæmis:
- Hvað veldur því að við sjáum speglun sólarinnar í tunglinu? aftir Ara Ólafsson
- Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Hvaða dýr sjá liti rétt? eftir Jörgen Pind Af hverju er snjórinn hvítur? eftir Ara Ólafsson
- Er hægt að lýsa lit? eftir Elmar Geir Unnsteinsson
- Hvernig er ekkert á litinn? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Eru hvítt og svart litir? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur