Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?

Einar Örn Þorvaldsson

Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? þá endurspegla ískristallarnir í snjókornunum með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. Hvítt er sem kunnugt er blanda af öllum litum litrófsins. Því verður geislunin frá snjókornunum hvít sem er um leið litur snjókornanna. Þegar snjórinn bráðnar hverfa kristallafletirnir sem endurspegla ljósið. Stundum hverfur vatnið sem myndast en einnig getur myndast pollur. Endurkastið frá honum er ekki lengur dreift heldur einfalt. Við þetta hverfur hvíti liturinn en í staðinn kemur litur sem ræðst af aðstæðum og umhverfi. Ef logn er getum við til dæmis séð spegilmynd umhverfisins í pollinum.

Í þessu svari hefur verið talað um hvítt sem lit, en nánar má lesa um hvort slíkt eigi rétt á sér í svari Eyju Margrétar við spurningunni Eru hvítt og svart litir?



Snow Crystals

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.1.2002

Spyrjandi

Gunnhildur Ægisdóttir, f. 1988

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2034.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 7. janúar). Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2034

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2034>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?
Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? þá endurspegla ískristallarnir í snjókornunum með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. Hvítt er sem kunnugt er blanda af öllum litum litrófsins. Því verður geislunin frá snjókornunum hvít sem er um leið litur snjókornanna. Þegar snjórinn bráðnar hverfa kristallafletirnir sem endurspegla ljósið. Stundum hverfur vatnið sem myndast en einnig getur myndast pollur. Endurkastið frá honum er ekki lengur dreift heldur einfalt. Við þetta hverfur hvíti liturinn en í staðinn kemur litur sem ræðst af aðstæðum og umhverfi. Ef logn er getum við til dæmis séð spegilmynd umhverfisins í pollinum.

Í þessu svari hefur verið talað um hvítt sem lit, en nánar má lesa um hvort slíkt eigi rétt á sér í svari Eyju Margrétar við spurningunni Eru hvítt og svart litir?



Snow Crystals...