Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?

JGÞ

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna.

Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun sem runnu eftir að menn settust hér að kallast söguleg hraun. Þau síðarnefndu runnu á sögulegum tíma, það er á tíma sem „sögur“ eða ritheimildir geta greint frá, en hin á forsögulegum tíma, það er tímanum áður en „sögur hófust“.

Kort frá 2013 sem sýnir gosbelti Íslands (grænn litur), hraun frá sögulegum tíma (rauður litur) og hraun frá eftirjökultíma (svartur litur)

Þegar greint er á milli sögulegra og forsögulegra hrauna er oft stuðst við heimildir um eldgos og öskulög, sér í lagi við svonefnt landnámslag sem varð til árið 877±1 ár, eða um það leyti sem Ísland var numið.

Heimild og mynd:
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.2.2024

Spyrjandi

Kristófer Ísar

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2024, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19588.

JGÞ. (2024, 7. febrúar). Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19588

JGÞ. „Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2024. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19588>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna.

Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun sem runnu eftir að menn settust hér að kallast söguleg hraun. Þau síðarnefndu runnu á sögulegum tíma, það er á tíma sem „sögur“ eða ritheimildir geta greint frá, en hin á forsögulegum tíma, það er tímanum áður en „sögur hófust“.

Kort frá 2013 sem sýnir gosbelti Íslands (grænn litur), hraun frá sögulegum tíma (rauður litur) og hraun frá eftirjökultíma (svartur litur)

Þegar greint er á milli sögulegra og forsögulegra hrauna er oft stuðst við heimildir um eldgos og öskulög, sér í lagi við svonefnt landnámslag sem varð til árið 877±1 ár, eða um það leyti sem Ísland var numið.

Heimild og mynd:
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.
...