Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar? Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjóru...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er nútímahraunum skipt eftir aldri?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru nútímahraun? eru nútímahraun þau hraun sem runnið hafa á nútíma og ísaldarjökull ekki gengið yfir. Yfirleitt er nútímahraunum skipt í tvennt eftir aldri og miðast skiptingin við landnám manna. Hraun sem runnu fyrir landnám eru nefnd forsöguleg hraun en hraun ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?

Upprunalegu spurningarnar voru: Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :) Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í g...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?

Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...

category-iconJarðvísindi

Hvað er þetta landnámslag sem jarðfræðingar og fornleifafræðingar tala stundum um?

Stórgos, sem gengur undir heitinu Vatnaöldugos, varð á Veiðivatna- og Torfajökulssvæðinu 870 (eða þar um bil).[1] Það var aðallega gjóskugos með mikilli gjóskuframleiðslu og gjóskufalli um mestallt land, aðallega í nágrenni gosstöðvanna inni á hálendinu. Því fylgdi einnig smávægilegt hraunrennsli. Ef til vill v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?

Stutta svarið er nei. Hér kemur langa svarið: Í hugum flestra hefst landnám með því að einhver kemur á hinn nýja stað, kastar eign sinni á landið, kemur undir sig fótunum og skilur eftir sig arfleifð í afkomendum, örnefnum og sögum. Fleiri fylgja í kjölfarið og leika sama leikinn þar til landið er orðið full...

category-iconJarðvísindi

Hversu mikil gjóska myndaði landnámslagið og hve lengi stóð gosið yfir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld? Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?

Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...

Fleiri niðurstöður