Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :)Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í gosinu í Geldingadölum. Með því er átt við að þar verði eftir svæði sem hraun rennur ekki yfir, eða með öðrum orðum sem ekki brennur. Til þess vísar óbrennis- eða óbrinnis- (stundum óbrynnis-), sem ætti raunar að rita með einföldu -i, enda er það dregið af hinni fornu sögn brinna (= brenna). Alþjóðlega orðið yfir þetta er kipuka sem kemur úr máli frumbyggja á eldfjallaeyjaklasanum Hawaaii.
- Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson. 1988. „Krísuvíkureldar. 1. Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins.“ Jökull 38, bls. 71-87.
- Örnefnalýsing fyrir Garðakirkjuland e. Ara Gíslason. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: https://nafnid.is/ornefnaskra/14724. (Sótt 7.04.2021).
- Örnefnalýsing Hvaleyrar e. Ara Gíslason. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: https://nafnid.is/ornefnaskra/25913. (Sótt 7.04.2021).
- Örnefnalýsing Núpa I og II í Ölfusi e. Þórð Ögm. Jóhannsson. Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- 14. Húshólmi /Óbrennishólmi - rústir og samspil byggðar og eldgosa | Íslenskar orkurannsóknir. (Sótt 8.04.2021).
- Kipuka Pu`u Huluhulu | A kipuka is a forested cinder cone th… | Flickr. (Sótt 8.04.2021). Myndina tók Tom Benedict og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 2.0 Generic — CC BY-SA 2.0
- Húshólmi – Reykjanes Geopark. (Sótt 7.04.2021). © Oddgeir Karlsson. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Reykjanes Geopark.