Eru til skýringar á uppruna örnefnisins „Geldingadalur“ á Reykjanesskaga? Nafnið á nýja gossvæðinu er sagt Geldingadalur stundum í fjölmiðlum. Örnefnasjá Landmælinga gefur hins vegar bara upp fleirtöluna, Geldingadalir. Á að nota það eða má nota bæði?Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Gosið hefur vitanlega vakið mikla athygli og fjölmargir lagt leið sína þangað. Margir velta eðlilega fyrir sér örnefnum á svæðinu, bæði á gosstað og leiðum að gosinu og því rétt að lýsa fyrst gönguleiðinni og ýmsum örnefnum sem fyrir auga ber á henni.
- Örnefnaskrá Hrauns í Grindavík: Nafnið.is. (Sótt 24.03.2021).
- Hægt er að sjá dreifingu nafna vel í einfaldri örnefnasjá frá Alta. Þar má til dæmis prófa að leita eftir örnefninu Geldingadalir eða Geldingadalur.
- Ritstjórn Vísindavefsins: Vísindavefurinn.