Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Örnefni er nafn á einhverjum stað. Það var upphaflega notað um bæði mannanöfn og staðanöfn en á síðari tímum eingöngu um nafn á stað. Það merkir líklega upphaflega ‚úrnafn‘, ‚nafn sem dregið er af öðru nafni‘ og á þá sérstaklega við samsett nöfn.

Örnefni hafa fylgt manninum frá örófi alda. Hann hefur snemma farið að gefa stöðum í umhverfi sínu nöfn til þess að gera sér umhverfið heimalegt. Nöfnin hafa lýst stöðunum með einhverjum hætti, þau hafa borið vitni um sérkennileika þeirra, lit eða lögun eða þau hafa vitnað um atburði sem orðið höfðu á stöðunum og minnisstæðir urðu.



Þjórsárdalur séð til austurs, Hekla fyrir miðri mynd. Almennt er talið að örnefnið Hekla merki 'kápa' og eigi þá við snjókápu á fjallinu.

Íslensk örnefni hafa fylgt landnámsmönnum. Þeir hafa snemma gefið stöðum í landnámi sínu nöfn. Örnefni á stærstu stöðunum urðu almannaeign en örnefni á smáum stöðum í einstökum landareignum voru aðeins þekkt af heimamönnum eins og er enn í dag. Örnefnin voru eins og vegvísar í landinu. Nauðsynlegt var að þekkja þau að einhverju marki ef menn þurftu að ferðast, smala búpeningi og svo framvegis. Eftir því sem landið varð fullbyggt fjölgaði örnefnum og þau urðu með tímanum eins og þéttriðið net um allt land.

Landaheiti eru líka örnefni sem hafa orðið til með ýmsum hætti, samanber svar við spurningunni Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland? Þau hafa líka breyst í aldanna rás. Við notum forn heiti á Norðurlöndin, til dæmis heita þau Noregur og Svíþjóð á íslensku, en á þeirra þjóða málum heita þau annað, það er Norge og Sverige.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um örnefni. Hægt er að finna þau með því að smella á efnisorðin sem fylgja þessu svari.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 26. 3. 2009.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

30.3.2009

Spyrjandi

Elísabet Katrín Benónýsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51313.

Svavar Sigmundsson. (2009, 30. mars). Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51313

Svavar Sigmundsson. „Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51313>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til?
Örnefni er nafn á einhverjum stað. Það var upphaflega notað um bæði mannanöfn og staðanöfn en á síðari tímum eingöngu um nafn á stað. Það merkir líklega upphaflega ‚úrnafn‘, ‚nafn sem dregið er af öðru nafni‘ og á þá sérstaklega við samsett nöfn.

Örnefni hafa fylgt manninum frá örófi alda. Hann hefur snemma farið að gefa stöðum í umhverfi sínu nöfn til þess að gera sér umhverfið heimalegt. Nöfnin hafa lýst stöðunum með einhverjum hætti, þau hafa borið vitni um sérkennileika þeirra, lit eða lögun eða þau hafa vitnað um atburði sem orðið höfðu á stöðunum og minnisstæðir urðu.



Þjórsárdalur séð til austurs, Hekla fyrir miðri mynd. Almennt er talið að örnefnið Hekla merki 'kápa' og eigi þá við snjókápu á fjallinu.

Íslensk örnefni hafa fylgt landnámsmönnum. Þeir hafa snemma gefið stöðum í landnámi sínu nöfn. Örnefni á stærstu stöðunum urðu almannaeign en örnefni á smáum stöðum í einstökum landareignum voru aðeins þekkt af heimamönnum eins og er enn í dag. Örnefnin voru eins og vegvísar í landinu. Nauðsynlegt var að þekkja þau að einhverju marki ef menn þurftu að ferðast, smala búpeningi og svo framvegis. Eftir því sem landið varð fullbyggt fjölgaði örnefnum og þau urðu með tímanum eins og þéttriðið net um allt land.

Landaheiti eru líka örnefni sem hafa orðið til með ýmsum hætti, samanber svar við spurningunni Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland? Þau hafa líka breyst í aldanna rás. Við notum forn heiti á Norðurlöndin, til dæmis heita þau Noregur og Svíþjóð á íslensku, en á þeirra þjóða málum heita þau annað, það er Norge og Sverige.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um örnefni. Hægt er að finna þau með því að smella á efnisorðin sem fylgja þessu svari.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 26. 3. 2009....