Íslensk örnefni hafa fylgt landnámsmönnum. Þeir hafa snemma gefið stöðum í landnámi sínu nöfn. Örnefni á stærstu stöðunum urðu almannaeign en örnefni á smáum stöðum í einstökum landareignum voru aðeins þekkt af heimamönnum eins og er enn í dag. Örnefnin voru eins og vegvísar í landinu. Nauðsynlegt var að þekkja þau að einhverju marki ef menn þurftu að ferðast, smala búpeningi og svo framvegis. Eftir því sem landið varð fullbyggt fjölgaði örnefnum og þau urðu með tímanum eins og þéttriðið net um allt land. Landaheiti eru líka örnefni sem hafa orðið til með ýmsum hætti, samanber svar við spurningunni Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland? Þau hafa líka breyst í aldanna rás. Við notum forn heiti á Norðurlöndin, til dæmis heita þau Noregur og Svíþjóð á íslensku, en á þeirra þjóða málum heita þau annað, það er Norge og Sverige. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um örnefni. Hægt er að finna þau með því að smella á efnisorðin sem fylgja þessu svari. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 26. 3. 2009.
Íslensk örnefni hafa fylgt landnámsmönnum. Þeir hafa snemma gefið stöðum í landnámi sínu nöfn. Örnefni á stærstu stöðunum urðu almannaeign en örnefni á smáum stöðum í einstökum landareignum voru aðeins þekkt af heimamönnum eins og er enn í dag. Örnefnin voru eins og vegvísar í landinu. Nauðsynlegt var að þekkja þau að einhverju marki ef menn þurftu að ferðast, smala búpeningi og svo framvegis. Eftir því sem landið varð fullbyggt fjölgaði örnefnum og þau urðu með tímanum eins og þéttriðið net um allt land. Landaheiti eru líka örnefni sem hafa orðið til með ýmsum hætti, samanber svar við spurningunni Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland? Þau hafa líka breyst í aldanna rás. Við notum forn heiti á Norðurlöndin, til dæmis heita þau Noregur og Svíþjóð á íslensku, en á þeirra þjóða málum heita þau annað, það er Norge og Sverige. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör sem fjalla um örnefni. Hægt er að finna þau með því að smella á efnisorðin sem fylgja þessu svari. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 26. 3. 2009.