Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39).
Ísland stóð fyllilega undir nafni þann 28. janúar 2004 þegar þessi mynd var tekin úr gervitungli.
Um Grænland er sú sögn að Eiríkur rauði, breiðfirskur maður fór og nam þar land, samkvæmt Íslendingabók. „Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn það myndu fýsa þangað farar, að landið ætti nafn gott.“ (Íslenzk fornrit I:13).
Þegar Grænland fannst hafði nafnið Ísland sjálfsagt verið orðið fast í sessi enda næg ástæða til að kenna það við ís. Þó að Grænland hafi verið enn auðugra af ís gat ekki gengið að kenna það líka við ís þegar það fannst. Það er óneitanlega nokkurt auglýsingabragð að nafninu Grænland en grænu svæðin þar, í Eystri- og Vestribyggð hafa ef til vill verið búsældarlegri þá en þau eru nú, að minnsta kosti er talið að þar hafi verið rakara loftslag en nú á tímum.
Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49843.
Svavar Sigmundsson. (2009, 27. mars). Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49843
Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49843>.