Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar?Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjórum ríólíthraunum[1] sem runnu innan Torfajökuls-öskjunnar í stórgosi árið 877 – gosinu sem myndaði landnámslagið svonefnda.[2]
- ^ Orðið ríólít, íslenskun enska orðsins rhyolite, er í seinni tíð notað fyrir kísilríkt gosberg á Íslandi í stað hins gamalkunna líparíts. Íslenskt storkuberg tilheyrir þóleísku bergsyrpunni sem einkennir gliðnunarsvæði jarðar, en storkuberg á Líparí-eyjum (í Tyrrenahafi norðan við Sikiley) hins vegar kalk-alkalínu syrpunni sem einkennir niðurstreymisbeltin.
- ^ Um árið 877 sjá svar við spurningunni Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?
- Obsidian rocks, Landmannalaugar, Iceland. Imaggeo. Höfundur myndar Ragnar Sigurðsson. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 3.0 Unported leyfi. (Sótt 13.9.2023).