Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Gler er myndlaust efni þar sem uppröðun efniseindanna (sameindanna) er óregluleg. Þetta efnisform fæst með snöggkælingu á heitum fljótandi efnismassa. Hrafntinna er dæmi um steintegund á glerformi. Gleri má líkja við mjög seigfljótandi vökva.
Í kristalli raða efnisagnirnar sér hinsvegar upp í reglulega grind. Þegar kristallur brotnar leggjast brotfletirnir eftir plönum eða sléttum (e, planes) í þessarri grind. Demantur er dæmi um kolefni (C) á kristallsformi. Kolefni getur líka raðast í aðra kristallsgrind og kallast þá grafít. Það er til dæmis í blýöntunum okkar.
Demantur er kolefni (C) á kristallsformi.
Í daglegu tali á orðið gler oftast við gegnsætt myndlaust efni sem er að mestu úr kísli (Si) með íblöndun af kalsíni (Ca), natríni (Na) og blýi (Pb), öll á oxíðformi, það er að segja bundin súrefni (O). Við notum þetta efni í rúður og ílát af ýmsu tagi.
Eiginleika glersins má stilla af með styrk efna sem blandað er í það. Þetta getur til að mynda átt við um ljósbrotsstuðull og stífni. Blýríkt, skorið og slípað gler er kallað „kristall“ í daglegu tali, þótt þar sé ekki um grindaruppröðun að ræða. Blýið gefur efninu hærri ljósbrotsstuðul og þar með aðra speglunareiginleika en venjulegt gler hefur. Stífni efnisins verður líka meiri og því fæst hreinni og langdregnari tónn þegar slegið er í kristallsglas en glas úr venjulegu gleri.
Þess má geta að lokum að beyging orðsins ‚kristall/kristallur‘ er nokkuð á reiki. Eðlisfræðingar þurfa mikið að nota þetta orð og hafa komið sér niður á beyginguna kristallur, kristall, kristalli, kristalls; fleirtala kristallar, kristalla, kristöllum, kristalla.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Ari Ólafsson, Sveinn Ólafsson og Hafliði Pétur Gíslason. „Hver er munurinn á gleri og kristalli?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2008, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48643.
Ari Ólafsson, Sveinn Ólafsson og Hafliði Pétur Gíslason. (2008, 18. ágúst). Hver er munurinn á gleri og kristalli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48643
Ari Ólafsson, Sveinn Ólafsson og Hafliði Pétur Gíslason. „Hver er munurinn á gleri og kristalli?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2008. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48643>.