Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld?Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla „landnámslagsins“ innan ½ cm þykktarlínu og þekur það um helming flatarmáls landsins. Í upphafi hefur gosið verið nægilega öflugt til þess að korn gátu borist með háloftastraumum til Grænlands, og vafalaust hefur fíngert ryk fallið víða um land. Á Vesturlandi er lagið tvískipt, ljóst neðst en dökkt ofar. Ljósa gjóskan er rakin til eldstöðvar sem í sama gosi myndaði Hrafntinnuhraun, en dökki hlutinn til goss sem myndaði Vatnaöldur.

Þykktarkort af gjóskulagi úr Vatnaöldugosi á 9. öld, Landnámslagi, þykktardreifing innan 0,5 cm þykktarlínu. Jafnþykktarlínur eru í cm. Ljósi neðri hluti lagsins (gula svæðið á myndinni) kom úr gossprungu Hrafntinnuhrauns (H), dökki hlutinn úr gossprungu Vatnaalda (VÖ). Gossprungurnar eru merktar með rauðu.

Snið í Þjórsárdal. Þykki ljósi vikurinn efst er Hekla 1104, svarta þunna lagið Eldgjá 939 (var 934), og þar fyrir neðan landnámslagið 877 tvískipt, úr gosi í Vatnaöldum (dökki hluti) og Hrafntinnuhrauni (ljósi hluti), gossprungan tilheyrir Veiðivatnaeldstöðvakerfi.
- ^ Guðrún Larsen, 1984: Recent volcanic history of the Veidivötn fissure swarm, Southern Iceland. An approach to volcanic risk assessment. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 22, 33-58. Guðrún Larsen, 1996: Gjóskutímatal og gjóskulög frá tíma norræns landnáms á Íslandi. Í: Guðrún Ása Grímsdóttir (ritstj.): Um landnám á Íslandi. Vísindafélag Íslendinga (Societas Scientarum Islandica), Reykjavík. 81-106.
- ^ Sigurður Þórarinsson, 1944. Tefrokronologiska studier på Island, Þjórsárdalur och dess förödelse. Ejnar Munksgaaard, Kaupmannahöfn.
- ^ G.A. Zielenski og fleiri, 1998. Volcanic aerosol records and tephrochronology of the Summit, Greenland, ice cores. Journal of Geophysical Research, 102 (C12), 26625-26640. M.M.E. Schmid og fleiri, 2017. Tephra isochrons and chronologies of colonisation. Quaternary Geochronology, í prentun.
- ^ Karl Grönvold og fleiri, 1995. Ash layers from Iceland in the Greenland GRIP ice core correlated with oceanic and land based sediments. Earth and Planetary Science Letters, 135, 149-155.
- ^ Guðrún Larsen, 2013. Náttúruvá á Íslandi (ritstj. Júlíus Sólnes), rammagrein bls. 257.
- ^ G.A. Zielenski og fleiri, 1998. Volcanic aerosol records and tephrochronology of the Summit, Greenland, ice cores. Journal of Geophysical Research, 102 (C12), 26625-26640. M.M.E. Schmid og fleiri, 2017. Tephra isochrons and chronologies of colonisation. Quaternary Geochronology, í prentun.
- ^ Þorvaldur Þórðarson, 1990. Skaftáreldar 1783-1785. Gjóskan og framvinda gossins. Háskólaútgáfan og Raunvísindadeild. 187 bls.
- ^ Um skýringu á þessu fyrirbæri, sjá: Náttúruvá á Íslandi (ritstj. Júlíus Sólnes), bls. 84 (mynd 3.1.15).
- Guðrún Larsen.