
Fyrsta flugferð yfir Grímsvötn var farin 28. maí 1938. Í henni tók Steinþór Sigurðsson jarðfræðingur þessa mynd, þar sem horft er úr suðri yfir vesturhluta Grímsvatna og til Gjálpar. Ferðin var farin til að leita skýringa á óvæntu stórhlaupi á Skeiðarársandi. Greinilegar sprungur marka útmörk vatnanna, en fjær er sigdældin yfir gosstöðinni í Gjálp. Verulegur hluti hlaupavatnsins varð til í gosinu, en það náði ekki upp úr jökli.
Fjöldi gosa á sögulegum tíma | 70 |
Gosefni á sögulegum tíma, ígildi fasts bergs | um það bil 21 km3 |
Stærsta gos á sögulegum tíma, 1783-1784 | 15 km3 |
Lengd eldstöðvakerfið | 100 km |
Mesta breidd eldstöðvakerfis | 25 km |
Þvermál megineldstöðvar | 25 km |
Þrjár öskjur, lengsta þvermál | 4, 5 og 6 km |
Þetta er stytt útgáfa af texta um Grímsvötn í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Myndin er fengin úr sama riti, bls. 235. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra bókarinnar.