Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta er ein af þeim spurningum sem mætti svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Af hverju ættu rándýr ekki að éta kjöt? Og síðan mætti bæta við: Ef rándýr ætu ekki kjöt, væru þau þá rándýr?

Hér er vert að hafa í huga orðið sem notað er í mörgum málum um rándýr, samanber í ensku carnivore. Þetta orð merkir einmitt 'kjötæta'. Ef spurningin væri þýdd á tungumál þar sem þetta orð er notað og síðan til baka á íslensku eftir orðanna hljóðan, þá yrði hún: "Af hverju éta kjötætur kjöt en ekki plöntur?"

Með þessum heimspekilegu og merkingarfræðilegu vangaveltum viljum við þó ekki kasta neinni rýrð á spurninguna sem slíka; hún er fullkomlega eðlileg enda má til dæmis skilja hana sem svo að spyrjandi sé að furða sig á að rándýr eða kjötætur skuli vera til. Við skulum ræða það í stuttu máli hér á eftir.

Þegar orðið "rándýr" er notað í dýrafræði er átt við tiltekinn ættbálk (order) spendýraflokksins. Í þessum ættbálki eru 10 ættir, þar á meðal hundaætt, bjarnaætt, hýenuætt, kattaætt, tvær ættir sela og rostungaætt. Sum rándýr, til dæmis birnir, éta alls ekki eingöngu kjöt heldur ekki síður jurtir.

Mörg rándýr eru meðal þeirra dýra sem maðurinn þekkir einna best. Húsdýr eins og hundar og kettir eru komin af villtum rándýrum. Forfeður okkar notuðu skinn rándýra sér til skjóls og þau eru enn neysluvara. Rándýr eru vinsæl í hringleikahúsum og dýragörðum og einnig meðal veiðimanna.

Rándýrin eru efst í fæðukeðju náttúrunnar að manninum einum undanskildum. Þau gegna mikilvægu hlutverki í því að halda jafnvægi í óspilltum náttúrlegum vistkerfum. Maðurinn hefur hins vegar oft raskað slíku jafnvægi einmitt með því að útrýma rándýrunum. Við köllum það grimmd í náttúrunni þegar rándýrið leggur bráð sína að velli en þegar betur er að gáð stuðla rándýrin að því að stofn veiðidýranna haldist í því horfi sem beitiland eða fæðugjafi þeirra þolir. Þannig verða dýrin sem lifa af vel nærð og heilbrigð og þetta stuðlar að þróun í stofninum.

Erfitt er að skilgreina eða bera saman greind ólíkra dýra en heilinn í rándýrum er tiltölulega stór miðað við dýrið sjálft. Mörg þeirra hafa góða heyrn og næmt lyktarskyn. Menn hafa lært að nota sér þetta hjá húsdýrum af þessum ættbálki, meðal annars við veiðar og gæslu, enda er tiltölulega auðvelt að temja sum þessara dýra eins og við þekkjum best frá hundum.

Eins og sjá má á upptalningunni hér á undan er ættbálkur rándýra býsna fjölskrúðugur og lífshættir þeirra eru líka afar mismunandi. Um þetta má lesa nánar í svörum um hinar ýmsu tegundir hér á Vísindavefnum.

Skoðið einnig:



Mynd af svangri kjötætu: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.3.2002

Spyrjandi

Aþena Björg Ásgeirsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2164.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 7. mars). Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2164

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2164>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?
Þetta er ein af þeim spurningum sem mætti svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Af hverju ættu rándýr ekki að éta kjöt? Og síðan mætti bæta við: Ef rándýr ætu ekki kjöt, væru þau þá rándýr?

Hér er vert að hafa í huga orðið sem notað er í mörgum málum um rándýr, samanber í ensku carnivore. Þetta orð merkir einmitt 'kjötæta'. Ef spurningin væri þýdd á tungumál þar sem þetta orð er notað og síðan til baka á íslensku eftir orðanna hljóðan, þá yrði hún: "Af hverju éta kjötætur kjöt en ekki plöntur?"

Með þessum heimspekilegu og merkingarfræðilegu vangaveltum viljum við þó ekki kasta neinni rýrð á spurninguna sem slíka; hún er fullkomlega eðlileg enda má til dæmis skilja hana sem svo að spyrjandi sé að furða sig á að rándýr eða kjötætur skuli vera til. Við skulum ræða það í stuttu máli hér á eftir.

Þegar orðið "rándýr" er notað í dýrafræði er átt við tiltekinn ættbálk (order) spendýraflokksins. Í þessum ættbálki eru 10 ættir, þar á meðal hundaætt, bjarnaætt, hýenuætt, kattaætt, tvær ættir sela og rostungaætt. Sum rándýr, til dæmis birnir, éta alls ekki eingöngu kjöt heldur ekki síður jurtir.

Mörg rándýr eru meðal þeirra dýra sem maðurinn þekkir einna best. Húsdýr eins og hundar og kettir eru komin af villtum rándýrum. Forfeður okkar notuðu skinn rándýra sér til skjóls og þau eru enn neysluvara. Rándýr eru vinsæl í hringleikahúsum og dýragörðum og einnig meðal veiðimanna.

Rándýrin eru efst í fæðukeðju náttúrunnar að manninum einum undanskildum. Þau gegna mikilvægu hlutverki í því að halda jafnvægi í óspilltum náttúrlegum vistkerfum. Maðurinn hefur hins vegar oft raskað slíku jafnvægi einmitt með því að útrýma rándýrunum. Við köllum það grimmd í náttúrunni þegar rándýrið leggur bráð sína að velli en þegar betur er að gáð stuðla rándýrin að því að stofn veiðidýranna haldist í því horfi sem beitiland eða fæðugjafi þeirra þolir. Þannig verða dýrin sem lifa af vel nærð og heilbrigð og þetta stuðlar að þróun í stofninum.

Erfitt er að skilgreina eða bera saman greind ólíkra dýra en heilinn í rándýrum er tiltölulega stór miðað við dýrið sjálft. Mörg þeirra hafa góða heyrn og næmt lyktarskyn. Menn hafa lært að nota sér þetta hjá húsdýrum af þessum ættbálki, meðal annars við veiðar og gæslu, enda er tiltölulega auðvelt að temja sum þessara dýra eins og við þekkjum best frá hundum.

Eins og sjá má á upptalningunni hér á undan er ættbálkur rándýra býsna fjölskrúðugur og lífshættir þeirra eru líka afar mismunandi. Um þetta má lesa nánar í svörum um hinar ýmsu tegundir hér á Vísindavefnum.

Skoðið einnig:



Mynd af svangri kjötætu: HB...