Til eru fjórar tegundir hýena. Þær eru blettahýena (Crocuta crocuta), rákahýena (Hyaena hyaena), brúnhýena (Parahyaena brunnea) og jarðúlfur (Proteles cristalus). Oftast þegar talað er um hýenur er átt við afrísku blettahýenuna enda hefur hún verið hvað mest rannsökuð og kvikmynduð af þessum fjórum tegundum. Rannsóknir hafa sýnt að blettahýenan getur náð um 60 kílómetra hraða á klukkustund.
Myndin er tekin af vefsetrinu Spook's Photography Page