Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?

Ástríður Pálsdóttir

Riðusjúkdómur líkur kúariðu hefur fundist í köttum í Bretlandi frá árinu 1989. Riða í köttum kallst FSE á ensku (feline spongiform encephalopathy), eða kattariða á íslensku. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómur er nafnið á sambærilegum sjúkdómi í fólki.

Heimiliskettir hafa greinst með FSE.

Alls hefur 81 heimilisköttur í Bretlandi greinst með FSE auk eins kattar í hverju þessara landa: Noregi, Lichtenstein og N-Írlandi. Smitefnið sem einangraðist úr þessum dýrum er svo líkt smitefni kúariðu að nú er talið að það eigi sér sama uppruna, það er fóður mengað með kúariðusmitefni. Í dýragörðum þar sem dýr af kattarætt eru fóðruð kom upp kattariða í tígrisdýrum, púmum, blettatígrum og pardusköttum.

Árið 1990 var sett bann við notkun kjöt- og beinamjöls úr jórturdýrum í gæludýrafóður í Bretlandi. Mikið eftirlit er með dýrafóðri og ætla má að fóður framleitt í löndum sem hafa eftirlit með kjöt- og beinamjölsframleiðslunni sé öruggara en sambærileg vara frá löndum sem álíta sig ekki hafa kúariðu. Því ætti hættan á því að gæludýr á Íslandi fái riðu úr fóðri að vera hverfandi lítil.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekari upplýsingar:

Mynd:

Höfundur

lífefnafræðingur hjá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

22.1.2001

Spyrjandi

Ingunn Árnadóttir

Tilvísun

Ástríður Pálsdóttir. „Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1287.

Ástríður Pálsdóttir. (2001, 22. janúar). Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1287

Ástríður Pálsdóttir. „Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1287>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eiga gæludýr sem éta innflutt gæludýrafóður á hættu að veikjast af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum?
Riðusjúkdómur líkur kúariðu hefur fundist í köttum í Bretlandi frá árinu 1989. Riða í köttum kallst FSE á ensku (feline spongiform encephalopathy), eða kattariða á íslensku. Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómur er nafnið á sambærilegum sjúkdómi í fólki.

Heimiliskettir hafa greinst með FSE.

Alls hefur 81 heimilisköttur í Bretlandi greinst með FSE auk eins kattar í hverju þessara landa: Noregi, Lichtenstein og N-Írlandi. Smitefnið sem einangraðist úr þessum dýrum er svo líkt smitefni kúariðu að nú er talið að það eigi sér sama uppruna, það er fóður mengað með kúariðusmitefni. Í dýragörðum þar sem dýr af kattarætt eru fóðruð kom upp kattariða í tígrisdýrum, púmum, blettatígrum og pardusköttum.

Árið 1990 var sett bann við notkun kjöt- og beinamjöls úr jórturdýrum í gæludýrafóður í Bretlandi. Mikið eftirlit er með dýrafóðri og ætla má að fóður framleitt í löndum sem hafa eftirlit með kjöt- og beinamjölsframleiðslunni sé öruggara en sambærileg vara frá löndum sem álíta sig ekki hafa kúariðu. Því ætti hættan á því að gæludýr á Íslandi fái riðu úr fóðri að vera hverfandi lítil.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekari upplýsingar:

Mynd:...