Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?

Guðmundur Georgsson

Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?

Hér mun átt við nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS), variant Creutzfeldt-Jakob Disease, sem lýst var fyrst árið 1996. Svarið er nei. Ekki hafa verið færðar fullar sönnur á tengslin sem spurt er um en hins vegar verið leiddar að því svo sterkar líkur að jaðrar við fullvissu. Smitið er talið berast í fólk við neyslu matvæla sem unnin eru úr nautgripum með kúariðu.

Rétt er að byrja á því að taka fram að CJS, sem hér eftir verður nefndur venjulegur CJS eða spCJD, hefur verið þekktur í 8 áratugi. Árið 1990 var komið á fót rannsóknarhóp við Edinborgarháskóla til að kanna tíðni CJS í Bretlandi. Tilefnið var að huga að því hvort líkur væru á að kúariðan sem kom upp í Bretlandi 1986 kynni að berast í fólk . Árið 1996 lýsti hópurinn 10 tilfellum af afbrigðilegum CJS (vCJD) og sett var fram sú tilgáta að orsökin kynni að vera neysla afurða af nautgripum með kúariðu (1).

Sjúkdómseinkennin í vCJD voru talsvert frábrugðin því sem þekkt var í spCJD. Þau komu fram í yngra fólki, einkennin voru nokkuð frábrugðin, vitglöp komu síðar fram og ekki nema hjá um það bil 20% sjúklinga. Að auki var sjúkdómurinn langvinnari en dró fólk þó að lokum til dauða. Meinafræðileg skoðun á heila leiddi í ljós að eðli vefjaskemmda var sambærilegt við það sem þekkt var í spCJD, en einn þáttur þeirra var mun meira áberandi en í spCJD og svipaði helst til þess sem lýst hefur verið í Kuru. Sá sjúkdómur hafði verið þekktur hjá Fore-ættbálknum á Nýju-Gíneu í nærfellt hálfa öld og átti rót sína að rekja til þess greftrunarsiðar að konur og börn sem bjuggu lík ættfeðra undir greftrun neyttu heila hinna látnu.

Ein forsendan fyrir þeirri hugmynd að kúariða kynni að hafa borist í fólk og valdið vCJD var að þetta nýja afbrigði fannst ekki í sambærilegri rannsókn sem gerð var á sama tíma í nokkrum Evrópulöndum þar sem kúariðu var ekki að finna.

Nú hafa alls verið greind um 92 tilfelli af vCJD, þorri þeirra í Bretlandi en 2 í Frakklandi og 1 á Írlandi. Bretar hafa þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir á neysluvenjum þessara sjúklinga ekki getað sýnt fram á marktæk tengsl við neyslu nautakjöts. Vandinn við að rekja slík tengsl stafar m.a. af því að tilfellin eru bæði fá og dreifð. Á Bretlandi búa um 55 milljónir manna en aðeins hafa verið greind 90 tilfelli á 6 ára tímabili frá 1994 til 2000.

Rétt er að taka fram að nú eru rétt um 10 ár síðan Bretar gerðu ráðstafanir til þess að afurðir af riðusýktum nautgripum bærust ekki inn í fæðukeðjuna, svo að meðgöngutími vCJD getur verið að minnsta kosti 10 ár. Hins vegar gæti hann verið talsvert lengri, ef tekið er mið af öðrum sjúkdómum í þessum flokki, og því ekki enn séð fyrir endann á því hversu stór eða langdreginn þessi faraldur getur orðið.

Þó að ekki sé fullsannað að kúariða berist í fólk hafa verið færðar að því sterkar líkur eins og áður getur. Lífefnafræðilegar rannsóknir (2) á smitefninu (príon) og tilraunasýkingar í músum (3) hafa leitt í ljós að sami stofn smitefnis finnst í kúariðu og vCJD. Að lokum skal áréttað að vCJD er sárasjaldgæfur sjúkdómur og að fyrir 10 árum var notkun afurða úr riðusýktum nautgripum í matvæli bönnuð í Bretlandi.

Tilvitnanir:

  1. R.G.Will et al. 1996, „A new variant of Creutzfeldt-Jakob disease in the UK", Lancet, 347:921-923.
  2. A.F.Hill et al. 1997, „The same prion strain causes vCJD and BSE", Nature 389:448-450.
  3. M.E. Bruce et al. 1997, „Transmission to mice indicate that “new variant” CJD is caused by the BSE agent", Nature 389:498-501.


Sjá einnig eftirfarandi svör tengd kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum:

Höfundur

forstöðumaður Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

31.1.2001

Spyrjandi

Katrín Sveinsdóttir

Tilvísun

Guðmundur Georgsson. „Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1309.

Guðmundur Georgsson. (2001, 31. janúar). Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1309

Guðmundur Georgsson. „Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1309>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni?

Hér mun átt við nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS), variant Creutzfeldt-Jakob Disease, sem lýst var fyrst árið 1996. Svarið er nei. Ekki hafa verið færðar fullar sönnur á tengslin sem spurt er um en hins vegar verið leiddar að því svo sterkar líkur að jaðrar við fullvissu. Smitið er talið berast í fólk við neyslu matvæla sem unnin eru úr nautgripum með kúariðu.

Rétt er að byrja á því að taka fram að CJS, sem hér eftir verður nefndur venjulegur CJS eða spCJD, hefur verið þekktur í 8 áratugi. Árið 1990 var komið á fót rannsóknarhóp við Edinborgarháskóla til að kanna tíðni CJS í Bretlandi. Tilefnið var að huga að því hvort líkur væru á að kúariðan sem kom upp í Bretlandi 1986 kynni að berast í fólk . Árið 1996 lýsti hópurinn 10 tilfellum af afbrigðilegum CJS (vCJD) og sett var fram sú tilgáta að orsökin kynni að vera neysla afurða af nautgripum með kúariðu (1).

Sjúkdómseinkennin í vCJD voru talsvert frábrugðin því sem þekkt var í spCJD. Þau komu fram í yngra fólki, einkennin voru nokkuð frábrugðin, vitglöp komu síðar fram og ekki nema hjá um það bil 20% sjúklinga. Að auki var sjúkdómurinn langvinnari en dró fólk þó að lokum til dauða. Meinafræðileg skoðun á heila leiddi í ljós að eðli vefjaskemmda var sambærilegt við það sem þekkt var í spCJD, en einn þáttur þeirra var mun meira áberandi en í spCJD og svipaði helst til þess sem lýst hefur verið í Kuru. Sá sjúkdómur hafði verið þekktur hjá Fore-ættbálknum á Nýju-Gíneu í nærfellt hálfa öld og átti rót sína að rekja til þess greftrunarsiðar að konur og börn sem bjuggu lík ættfeðra undir greftrun neyttu heila hinna látnu.

Ein forsendan fyrir þeirri hugmynd að kúariða kynni að hafa borist í fólk og valdið vCJD var að þetta nýja afbrigði fannst ekki í sambærilegri rannsókn sem gerð var á sama tíma í nokkrum Evrópulöndum þar sem kúariðu var ekki að finna.

Nú hafa alls verið greind um 92 tilfelli af vCJD, þorri þeirra í Bretlandi en 2 í Frakklandi og 1 á Írlandi. Bretar hafa þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir á neysluvenjum þessara sjúklinga ekki getað sýnt fram á marktæk tengsl við neyslu nautakjöts. Vandinn við að rekja slík tengsl stafar m.a. af því að tilfellin eru bæði fá og dreifð. Á Bretlandi búa um 55 milljónir manna en aðeins hafa verið greind 90 tilfelli á 6 ára tímabili frá 1994 til 2000.

Rétt er að taka fram að nú eru rétt um 10 ár síðan Bretar gerðu ráðstafanir til þess að afurðir af riðusýktum nautgripum bærust ekki inn í fæðukeðjuna, svo að meðgöngutími vCJD getur verið að minnsta kosti 10 ár. Hins vegar gæti hann verið talsvert lengri, ef tekið er mið af öðrum sjúkdómum í þessum flokki, og því ekki enn séð fyrir endann á því hversu stór eða langdreginn þessi faraldur getur orðið.

Þó að ekki sé fullsannað að kúariða berist í fólk hafa verið færðar að því sterkar líkur eins og áður getur. Lífefnafræðilegar rannsóknir (2) á smitefninu (príon) og tilraunasýkingar í músum (3) hafa leitt í ljós að sami stofn smitefnis finnst í kúariðu og vCJD. Að lokum skal áréttað að vCJD er sárasjaldgæfur sjúkdómur og að fyrir 10 árum var notkun afurða úr riðusýktum nautgripum í matvæli bönnuð í Bretlandi.

Tilvitnanir:

  1. R.G.Will et al. 1996, „A new variant of Creutzfeldt-Jakob disease in the UK", Lancet, 347:921-923.
  2. A.F.Hill et al. 1997, „The same prion strain causes vCJD and BSE", Nature 389:448-450.
  3. M.E. Bruce et al. 1997, „Transmission to mice indicate that “new variant” CJD is caused by the BSE agent", Nature 389:498-501.


Sjá einnig eftirfarandi svör tengd kúariðu og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum:

...