Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?

Ástríður Pálsdóttir

Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúariðan stafar eins og aðrir príon-sjúkdómar (til dæmis sauðfjárriða) af óeðlilegu smitandi próteini, príon-próteini, en ekki af veiru.

Ári seinna (1987) var ljóst að faraldur var í uppsiglingu og það leiddi til þess að 1988 var bannað að nota sláturafurðir í beina- og kjötmjöl fyrir jórturdýr í Bretlandi. Þannig var reynt að stöðva vítahring smits gegnum fóður. Samt sem áður hafa fundist smituð dýr sem fæddust eftir að fóðurbannið var sett og er það líklega vegna þess að breskir bændur fengu að klára birgðirnar og síðan hefur mengað fóður borist í annað fóður sem ekki er framleitt úr jórturdýrum. Þess má geta að á Íslandi setti Páll A. Pálsson, þáverandi yfirdýralæknir, slíkt bann árið 1978, langt á undan öðrum Evrópuþjóðum.

Ekki er ljóst hvernig fyrsta kúariðusmitefnið varð til. Lengi var álitið að kindariða hefði borist í fóður handa kúm, en margir vísindamenn efast um að svo sé. Tilraunir með mýs sem sprautaðar eru með kúariðu annars vegar og kindariðu hins vegar sýna að um er að ræða mismunandi stofna smitefnis með ólík sérkenni. Kúariða gæti þess vegna átt upptök sín í nautgrip.

Smitaðar kýr eiga oft erfitt með að standa.

Kúariðan smitast eingöngu með fóðri sem inniheldur sláturafurðir af nautgripum. Faraldursfræðilegir útreikningar sýna að mengað fóður er eina smitleiðin. Smitefnið er smitandi prótein (príon-prótein) á óeðlilegu formi sem er mjög þolið gagnvart hita (132°C blauthita) og niðurbrotsensímum. Tilraunir hafa sýnt að 1 gramm af sýktum vef nægir til þess að smita nautgrip. Við smit er er príon-smitefnið tekið upp gegnum meltingarveg og berst þaðan upp í mænu og heila.

Við upptöku á óeðlilegu príon-próteini „ræðst“ aðkomupróteinið í smitefninu á eðlilegt príon-prótein í heila og öðrum vefjum smitaða dýrsins og umbreytir því í sína mynd og þannig koll af kolli. Þá er dýrið farið að framleiða sitt eigið smitefni í heila og mænu þar sem það safnast upp. Lendi dýrið í fæðukeðjunni með fóðri smitar það aðra nautgripi út frá sér. Engar vísbendingar eru um að kúariða smitist milli dýra beint eins og sauðfjárriðan. Þess vegna ætti að vera auðvelt að útýma kúariðu þegar hringrásin er stöðvuð enda hrapaði tíðni kúariðu hratt í Bretlandi eftir að bann var sett á notkun beina- og kjötmjöls úr jórturdýrum árið 1988. Þegar faraldurinn stóð sem hæst árið 1992 fundust 2000 ný tilfelli á viku. Nú er faraldurinn að fjara hægt út í Bretlandi með 50 tilfelli á viku á síðasta ári og gert er ráð fyrir 15 tilfellum á mánuði í lok ársins 2002.

Í löndum Evrópusambandsins hafa menn áhyggjur af því að kúariða eigi greiða leið að fólki ef hún berst í sauðfé, samanber tengslin milli kúariðu og nýs afbrigðis af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum. Hins vegar bendir ekkert til að sauðfjárriða berist í fólk beint.

Eftir smit er meðgöngutími sjúkdómsins að meðaltali 5 ár án nokkurra einkenna. Þegar heilaskemmdir hafa náð vissum þröskuldi koma einkennin fram: Hegðunarbreytingar, skyntruflanir og óeðlilegar hreyfingar. Fyrst í stað eru dýrin tortryggin og hrædd og jafnvel árásargjörn ("mad cow"). Dýrin virðast vera ofurnæm á hljóð og snertingu. Einnig eru kyrrstaða og hreyfingar óeðlilegar, sérstaklega riða þau að aftan. Eftir að fyrstu einkenni koma fram lifir dýrið ekki nema frá 2 vikum til 6 mánaða ef því er ekki slátrað. Flest tilfelli í Bretlandi fundust í mjólkurkúm á aldrinum 3-6 ára. Hjá þeim hrapar nytin og dýrin horast mjög þótt lystin sé jafn mikil og áður.

Engin meðferð er til og ekki er hægt að bólusetja gegn kúariðu frekar en öðrum riðusjúkdómum. Vegna þess að aðrir sjúkdómar, til dæmis hundaæði og eitranir, geta gefið lík upphafseinkenni er sjúkdómsgreining ekki örugg fyrr en við krufningu. Þá koma í ljós svampkenndar vökvabólur í heila og mænu og hægt er að lita uppsöfnuð óeðlileg príon-prótein.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekari upplýsingar:

Mynd:

Höfundur

lífefnafræðingur hjá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

22.1.2001

Spyrjandi

Kristján Geirsson, f. 1985

Tilvísun

Ástríður Pálsdóttir. „Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1290.

Ástríður Pálsdóttir. (2001, 22. janúar). Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1290

Ástríður Pálsdóttir. „Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1290>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?
Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúariðan stafar eins og aðrir príon-sjúkdómar (til dæmis sauðfjárriða) af óeðlilegu smitandi próteini, príon-próteini, en ekki af veiru.

Ári seinna (1987) var ljóst að faraldur var í uppsiglingu og það leiddi til þess að 1988 var bannað að nota sláturafurðir í beina- og kjötmjöl fyrir jórturdýr í Bretlandi. Þannig var reynt að stöðva vítahring smits gegnum fóður. Samt sem áður hafa fundist smituð dýr sem fæddust eftir að fóðurbannið var sett og er það líklega vegna þess að breskir bændur fengu að klára birgðirnar og síðan hefur mengað fóður borist í annað fóður sem ekki er framleitt úr jórturdýrum. Þess má geta að á Íslandi setti Páll A. Pálsson, þáverandi yfirdýralæknir, slíkt bann árið 1978, langt á undan öðrum Evrópuþjóðum.

Ekki er ljóst hvernig fyrsta kúariðusmitefnið varð til. Lengi var álitið að kindariða hefði borist í fóður handa kúm, en margir vísindamenn efast um að svo sé. Tilraunir með mýs sem sprautaðar eru með kúariðu annars vegar og kindariðu hins vegar sýna að um er að ræða mismunandi stofna smitefnis með ólík sérkenni. Kúariða gæti þess vegna átt upptök sín í nautgrip.

Smitaðar kýr eiga oft erfitt með að standa.

Kúariðan smitast eingöngu með fóðri sem inniheldur sláturafurðir af nautgripum. Faraldursfræðilegir útreikningar sýna að mengað fóður er eina smitleiðin. Smitefnið er smitandi prótein (príon-prótein) á óeðlilegu formi sem er mjög þolið gagnvart hita (132°C blauthita) og niðurbrotsensímum. Tilraunir hafa sýnt að 1 gramm af sýktum vef nægir til þess að smita nautgrip. Við smit er er príon-smitefnið tekið upp gegnum meltingarveg og berst þaðan upp í mænu og heila.

Við upptöku á óeðlilegu príon-próteini „ræðst“ aðkomupróteinið í smitefninu á eðlilegt príon-prótein í heila og öðrum vefjum smitaða dýrsins og umbreytir því í sína mynd og þannig koll af kolli. Þá er dýrið farið að framleiða sitt eigið smitefni í heila og mænu þar sem það safnast upp. Lendi dýrið í fæðukeðjunni með fóðri smitar það aðra nautgripi út frá sér. Engar vísbendingar eru um að kúariða smitist milli dýra beint eins og sauðfjárriðan. Þess vegna ætti að vera auðvelt að útýma kúariðu þegar hringrásin er stöðvuð enda hrapaði tíðni kúariðu hratt í Bretlandi eftir að bann var sett á notkun beina- og kjötmjöls úr jórturdýrum árið 1988. Þegar faraldurinn stóð sem hæst árið 1992 fundust 2000 ný tilfelli á viku. Nú er faraldurinn að fjara hægt út í Bretlandi með 50 tilfelli á viku á síðasta ári og gert er ráð fyrir 15 tilfellum á mánuði í lok ársins 2002.

Í löndum Evrópusambandsins hafa menn áhyggjur af því að kúariða eigi greiða leið að fólki ef hún berst í sauðfé, samanber tengslin milli kúariðu og nýs afbrigðis af Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum. Hins vegar bendir ekkert til að sauðfjárriða berist í fólk beint.

Eftir smit er meðgöngutími sjúkdómsins að meðaltali 5 ár án nokkurra einkenna. Þegar heilaskemmdir hafa náð vissum þröskuldi koma einkennin fram: Hegðunarbreytingar, skyntruflanir og óeðlilegar hreyfingar. Fyrst í stað eru dýrin tortryggin og hrædd og jafnvel árásargjörn ("mad cow"). Dýrin virðast vera ofurnæm á hljóð og snertingu. Einnig eru kyrrstaða og hreyfingar óeðlilegar, sérstaklega riða þau að aftan. Eftir að fyrstu einkenni koma fram lifir dýrið ekki nema frá 2 vikum til 6 mánaða ef því er ekki slátrað. Flest tilfelli í Bretlandi fundust í mjólkurkúm á aldrinum 3-6 ára. Hjá þeim hrapar nytin og dýrin horast mjög þótt lystin sé jafn mikil og áður.

Engin meðferð er til og ekki er hægt að bólusetja gegn kúariðu frekar en öðrum riðusjúkdómum. Vegna þess að aðrir sjúkdómar, til dæmis hundaæði og eitranir, geta gefið lík upphafseinkenni er sjúkdómsgreining ekki örugg fyrr en við krufningu. Þá koma í ljós svampkenndar vökvabólur í heila og mænu og hægt er að lita uppsöfnuð óeðlileg príon-prótein.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Frekari upplýsingar:

Mynd:...