Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru deilitegundir hlébarðans og hversu útbreiddur er hann?

Jón Már Halldórsson

Að heimiliskettinum undanskildum eru engin kattardýr jafn útbreidd og hlébarðar (Panthera pardus), en þeir finnast vítt og breitt um Afríku, fyrir botni Miðjarðarhafs, í Tyrklandi (Anatolíu) og allt austur til Kína og Síberíu (Ussurilands). Aðlögunarhæfni hlébarða er einstök, miklu meiri en annarra stórra kattardýra.



Vegna mikillar útbreiðslu hafa hlébarðar greinst í fjölmargar deilitegundir í tímans rás. Dýr sem tilheyra mismunandi deilitegundum geta verið mjög ólík að stærð, allt frá stórvöxnum dýrum, um 80-100 kg að þyngd, í vesturhluta Afríku og miðhluta Írans til smávaxnari einstaklinga sem vega um 20-30 kg í Sómalíu og á Jövu.

Mismunandi umhverfisskilyrði hlébarða endurspeglast í ýmsum útlitseinkennum þeirra. Hlébarðar á köldum svæðum í suðaustur Rússlandi eru til dæmis mun loðnari en hlébarðar í þéttum skógum Vestur-Afríku og Indónesíu, á gresjulöndum Austur-Afríku eða á eyðimerkursvæðum í vestanverðri Asíu.

Það hefur lengi verið talsverður ágreiningur meðal dýrafræðinga um það í hversu margar deilitegundir á að skipta Panthera pardus. Sumir fræðimenn vilja meina að það séu einungis sjö deilitegundir en aðrir telja þær vera allt að 35. Ágreiningurinn stendur aðallega um það hversu margar deilitegundir eru í Afríku. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að æxlunareinangrun mismunandi deilitegunda hefur sennilega verið ofmetin en eldri heimildir tilgreina allt að 11 deilitegundir í Afríku. Þær eru:

FræðiheitiSvæði
Panthera pardus adersiZanzibar
Panthera pardus adustaEþíópía
Panthera pardus leopardusVestur-Afríka
Panthera pardus melanoticaSuður-Afríka
Panthera pardus nanopardusSómalía
Panthera pardus pantheraAlsír, Egyptaland
Panthera pardus pardusMiðaustur-Afríka
Panthera pardus reichenowiKamerún
Panthera pardus ruwenzorliMiðaustur-Afríka
Panthera pardus sindicaSuðvestur-Afríka
Panthera pardus suahelicaAustur-Afríka

Samkvæmt áliti sérfræðingahóps á vegum samtakanna The Cat Specialist Group og sérstaklega breska spendýrafræðingsins Peter Jackson, þá er hægt að flokka alla hlébarða sunnan Sahara í eina deilitegund, Panthera pardus leopardus. Skýringin á hinum mikla fjölda deilitegunda sem hlébarðar í Afríku hafa verið flokkaðir í er trúlega vanþekking á náttúrulegri útbreiðslu þeirra enda eru flestar nafngiftirnar frá 19. öld þegar þekking manna á þessum kattardýrum var minni en hún er í dag.



Að mati Peter Jacksons og fleiri dýrafræðinga eru deilitegundir hlébarðans í Afríku þessar:

Fræðiheiti (almennt heiti)Svæði
Panthera pardus panthera
(Berba-hlébarðinn)
Alsír, Egyptaland
Panthera pardus pardusSúdan, Eþíópía, Kenía
Panthera pardus leopardusVestur-Afríka

Það er skoðun sérfræðinganna í ofannefndum samtökum að með frekari rannsóknum á afrískum hlébörðum eigi deilitegundunum eftir að fækka frekar en fjölga.

Hlébörðum í suðurhluta Asíu hefur gjarnan verið skipt upp í tólf deilitegundir. Þær eru:

Fræðiheiti (almennt heiti)Svæði
Panthera pardus delacouriIndókína
Panthera pardus fuscaFrá Kasmír til Srí Lanka,
Burma og Suður-Kína

Panthera pardus japonensisNorður Kína (Mansjúría)
Panthera pardus jarvisi
(Sinaí-hlébarðinn)
Sinaískaginn
Panthera pardus kotiyaSrí Lanka
Panthera pardus measIndónesía (Java)
Panthera pardus nimr
(Arabíu-hlébarðinn)
Arabíuskagi
Panthera pardus orientalis
(Amur-hlébarðinn)
Rússland (Ussuriland)

Panthera pardus pernigraKasmír, Sikkim til Nepal
Panthera pardus saxicolor
(Persa-hlébarðinn)
Íran
Panthera pardus sindicaPakistan (Sind til Balukistan)
Panthera pardus tulliana
(Anatolíu-hlébarðinn)
Tyrkland (Anatolía)

Líkt og með afrísku hlébarðanna þá er flokkunarfræði asískra deilitegunda í endurskoðun. Peter Jackson vill til dæmis fækka þeim niður í sjö deilitegundir. Sennilega er æxlunareinangrun ofangreindra asískra deilitegunda mikil, sérstaklega í vestanverðri álfunni þar sem hlébörðum hefur fækkað mikið og flestar deilitegundirnar teljast vera í mikilli útrýmingarhættu.

Heimildir og myndir:
  • Guggisberg, C. 1975. Wild Cats of the World. New York: Taplinger Publishing Company.
  • Ýmsar greinar eftir Peter Jackson á Cat News.
  • Uphyrkina O, Johnson WE, Quigley H, Miquelle D, Marker L, Bush M, O'Brien SJ. 2001. Phylogenetics, genome diversity and origin of modern leopard, Panthera pardus. Molecular Ecology (11):2617-33.
  • The Cat Survival Trust
  • Grant's Website

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.12.2004

Spyrjandi

Fjalar Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hverjar eru deilitegundir hlébarðans og hversu útbreiddur er hann?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4644.

Jón Már Halldórsson. (2004, 3. desember). Hverjar eru deilitegundir hlébarðans og hversu útbreiddur er hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4644

Jón Már Halldórsson. „Hverjar eru deilitegundir hlébarðans og hversu útbreiddur er hann?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4644>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru deilitegundir hlébarðans og hversu útbreiddur er hann?
Að heimiliskettinum undanskildum eru engin kattardýr jafn útbreidd og hlébarðar (Panthera pardus), en þeir finnast vítt og breitt um Afríku, fyrir botni Miðjarðarhafs, í Tyrklandi (Anatolíu) og allt austur til Kína og Síberíu (Ussurilands). Aðlögunarhæfni hlébarða er einstök, miklu meiri en annarra stórra kattardýra.



Vegna mikillar útbreiðslu hafa hlébarðar greinst í fjölmargar deilitegundir í tímans rás. Dýr sem tilheyra mismunandi deilitegundum geta verið mjög ólík að stærð, allt frá stórvöxnum dýrum, um 80-100 kg að þyngd, í vesturhluta Afríku og miðhluta Írans til smávaxnari einstaklinga sem vega um 20-30 kg í Sómalíu og á Jövu.

Mismunandi umhverfisskilyrði hlébarða endurspeglast í ýmsum útlitseinkennum þeirra. Hlébarðar á köldum svæðum í suðaustur Rússlandi eru til dæmis mun loðnari en hlébarðar í þéttum skógum Vestur-Afríku og Indónesíu, á gresjulöndum Austur-Afríku eða á eyðimerkursvæðum í vestanverðri Asíu.

Það hefur lengi verið talsverður ágreiningur meðal dýrafræðinga um það í hversu margar deilitegundir á að skipta Panthera pardus. Sumir fræðimenn vilja meina að það séu einungis sjö deilitegundir en aðrir telja þær vera allt að 35. Ágreiningurinn stendur aðallega um það hversu margar deilitegundir eru í Afríku. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að æxlunareinangrun mismunandi deilitegunda hefur sennilega verið ofmetin en eldri heimildir tilgreina allt að 11 deilitegundir í Afríku. Þær eru:

FræðiheitiSvæði
Panthera pardus adersiZanzibar
Panthera pardus adustaEþíópía
Panthera pardus leopardusVestur-Afríka
Panthera pardus melanoticaSuður-Afríka
Panthera pardus nanopardusSómalía
Panthera pardus pantheraAlsír, Egyptaland
Panthera pardus pardusMiðaustur-Afríka
Panthera pardus reichenowiKamerún
Panthera pardus ruwenzorliMiðaustur-Afríka
Panthera pardus sindicaSuðvestur-Afríka
Panthera pardus suahelicaAustur-Afríka

Samkvæmt áliti sérfræðingahóps á vegum samtakanna The Cat Specialist Group og sérstaklega breska spendýrafræðingsins Peter Jackson, þá er hægt að flokka alla hlébarða sunnan Sahara í eina deilitegund, Panthera pardus leopardus. Skýringin á hinum mikla fjölda deilitegunda sem hlébarðar í Afríku hafa verið flokkaðir í er trúlega vanþekking á náttúrulegri útbreiðslu þeirra enda eru flestar nafngiftirnar frá 19. öld þegar þekking manna á þessum kattardýrum var minni en hún er í dag.



Að mati Peter Jacksons og fleiri dýrafræðinga eru deilitegundir hlébarðans í Afríku þessar:

Fræðiheiti (almennt heiti)Svæði
Panthera pardus panthera
(Berba-hlébarðinn)
Alsír, Egyptaland
Panthera pardus pardusSúdan, Eþíópía, Kenía
Panthera pardus leopardusVestur-Afríka

Það er skoðun sérfræðinganna í ofannefndum samtökum að með frekari rannsóknum á afrískum hlébörðum eigi deilitegundunum eftir að fækka frekar en fjölga.

Hlébörðum í suðurhluta Asíu hefur gjarnan verið skipt upp í tólf deilitegundir. Þær eru:

Fræðiheiti (almennt heiti)Svæði
Panthera pardus delacouriIndókína
Panthera pardus fuscaFrá Kasmír til Srí Lanka,
Burma og Suður-Kína

Panthera pardus japonensisNorður Kína (Mansjúría)
Panthera pardus jarvisi
(Sinaí-hlébarðinn)
Sinaískaginn
Panthera pardus kotiyaSrí Lanka
Panthera pardus measIndónesía (Java)
Panthera pardus nimr
(Arabíu-hlébarðinn)
Arabíuskagi
Panthera pardus orientalis
(Amur-hlébarðinn)
Rússland (Ussuriland)

Panthera pardus pernigraKasmír, Sikkim til Nepal
Panthera pardus saxicolor
(Persa-hlébarðinn)
Íran
Panthera pardus sindicaPakistan (Sind til Balukistan)
Panthera pardus tulliana
(Anatolíu-hlébarðinn)
Tyrkland (Anatolía)

Líkt og með afrísku hlébarðanna þá er flokkunarfræði asískra deilitegunda í endurskoðun. Peter Jackson vill til dæmis fækka þeim niður í sjö deilitegundir. Sennilega er æxlunareinangrun ofangreindra asískra deilitegunda mikil, sérstaklega í vestanverðri álfunni þar sem hlébörðum hefur fækkað mikið og flestar deilitegundirnar teljast vera í mikilli útrýmingarhættu.

Heimildir og myndir:
  • Guggisberg, C. 1975. Wild Cats of the World. New York: Taplinger Publishing Company.
  • Ýmsar greinar eftir Peter Jackson á Cat News.
  • Uphyrkina O, Johnson WE, Quigley H, Miquelle D, Marker L, Bush M, O'Brien SJ. 2001. Phylogenetics, genome diversity and origin of modern leopard, Panthera pardus. Molecular Ecology (11):2617-33.
  • The Cat Survival Trust
  • Grant's Website
...