Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?

Jón Már Halldórsson

Spurningin hljóðar svona í heild sinni:
Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?


Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa farið fram neinar skipulegar rannsóknir á stökkkrafti skuggahlébarðans, eftir því sem höfundur svarsins best veit, og margt er í reynd á huldu um vistfræði hans.

Skuggahlébarðar eru millistórir kettir, karldýrin eru um 100 cm á lengd (utan rófu) og vega 22-28 kg. Læðurnar eru smærri. Áður fyrr voru skuggahlébarðar flokkaðir innan ættkvíslarinnar Panthera (stórkettir) en eru nú greindir sem eina tegundin í ættkvíslinni Neofelis.

Líkt og allir aðrir kettir fyrir utan ljón, eru þeir einfarar og forðast í lengstu lög að vera nærri mannabyggðum. Þess vegna hafa vistfræðirannsóknir á skuggahlébarðanum verið torveldar. Þó er vitað að hann heldur sig í þéttum og stundum ógreiðfærðum regnskógum Suðaustur-Asíu, nánar tiltekið í Malasíu, Taílandi, Búrma (Myanmar), Kambódíu, Víetnam og svo á eyjunum Súmötru, Jövu, Borneó og Taívan.

Kyn skuggahlébarðarins nefnast fress (karlkyn) og læða (kvenkyn) og afkvæmin nefnast kettlingar (e. kittens) líkt og hjá öðrum kattardýrum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.5.2003

Spyrjandi

Kári Sigurjónsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3382.

Jón Már Halldórsson. (2003, 2. maí). Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3382

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3382>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni:

Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?


Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa farið fram neinar skipulegar rannsóknir á stökkkrafti skuggahlébarðans, eftir því sem höfundur svarsins best veit, og margt er í reynd á huldu um vistfræði hans.

Skuggahlébarðar eru millistórir kettir, karldýrin eru um 100 cm á lengd (utan rófu) og vega 22-28 kg. Læðurnar eru smærri. Áður fyrr voru skuggahlébarðar flokkaðir innan ættkvíslarinnar Panthera (stórkettir) en eru nú greindir sem eina tegundin í ættkvíslinni Neofelis.

Líkt og allir aðrir kettir fyrir utan ljón, eru þeir einfarar og forðast í lengstu lög að vera nærri mannabyggðum. Þess vegna hafa vistfræðirannsóknir á skuggahlébarðanum verið torveldar. Þó er vitað að hann heldur sig í þéttum og stundum ógreiðfærðum regnskógum Suðaustur-Asíu, nánar tiltekið í Malasíu, Taílandi, Búrma (Myanmar), Kambódíu, Víetnam og svo á eyjunum Súmötru, Jövu, Borneó og Taívan.

Kyn skuggahlébarðarins nefnast fress (karlkyn) og læða (kvenkyn) og afkvæmin nefnast kettlingar (e. kittens) líkt og hjá öðrum kattardýrum.

Heimildir og mynd: