Jón Már Halldórsson og Páll Hersteinsson fjalla um heimilisketti í svari við spurningunni Af hvaða dýri er kötturinn kominn? Þar kemur meðal annars fram að rannsóknir bendi til þess að forfaðir heimiliskattarins hafi verið afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Talið er að sambýli manna og katta hafi komið til fyrir allt að 10 þúsund árum með kornbyltingunni. Hugsanlega hafi villikettir laðast að kornhlöðum bænda vegna nagdýranna sem þar herjuðu á uppskeru þeirra. Það hafi því verið lítið skref fyrir bændur að ala kettlinga og nýta sér veiðieðli þeirra til þess að halda nagdýrum í skefjum í hlöðum, útihúsum og híbýlum manna. Nánar má lesa um þetta í áðurnefndu svari. Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um ketti, bæði stóra og smáa, villta og tamda. Þar má einnig lesa um þróun dýra. Dæmi um svö eru:
- Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld? Jón Má Halldórsson
- Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum? eftir Jón Má Halldórsson
- Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvert var fyrsta spendýrið? eftir Jón Má Halldórsson
- Af hverju eru til rándýr? eftir Pál Hersteinsson
- Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd? eftir Steindór J. Erlingsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.