Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu skyldir eru hundar og kettir?

Jón Már Halldórsson

Það má segja réttilega að hundar og kettir séu fjarskyldir ættingar, enda báðar tegundir innan ættbálks rándýra (Carnivora). Til að átta okkur á skyldleika þeirra þurfum við að fara aftur í jarðsögunni um 60 milljón ár, það er til tíma áður en eiginleg rándýr komu til sögunnar.

Eftir að risaeðlur dóu út varð mikil tegundaútgeislun meðal spendýra. Meðal dýra sem komu fram voru tegundir af ættinni Miacidea einnig kallaðir mjásar. Vísindamenn telja að mjásar séu fyrirrennarar eiginlegra rándýra. Þessi dýr voru skógardýr og vel aðlöguð að lífi í trjám þar sem þau veiddu sér til matar önnur smávaxin trjádýr, svo sem froska og fuglsunga. Samhliða mjásunum var annar hópur spendýra sem lifði á kjöti, Creodonta, en sá hópur dó hins vegar út fyrir tugmilljónum ára.



Bæði hundar og kettir teljast til rándýra, en langt er síðan forfeður tegundanna aðgreindust.

Við þær umfangsmiklu veðurfarsbreytingar sem urðu við upphaf Eocene skeiðs nýlífsaldar (fyrir um það bil 50 milljón árum) urðu gríðarlegar breytingar á gróðurfari jarðar. Afleiðing þessara miklu veðurfars- og gróðurbreytinga var mikil tegundaútgeislun meðal grasbíta og samhliða þessari þróun varð mikil aukning í tegundafjölda rándýra. Á þessu skeiði jarðsögunnar greindust mjásar í tvær greinar og er oft talað um aðskilnaðinn mikla meðal rándýra; annars vegar skiptust þau í Miacea sem seinna þróaðist í Caniformia eða hundleg dýr, og hins vegar í Viverridae sem seinna þróaðist í Feliformia, kattleg dýr.

Caniformia greindist síðar í núlifandi ættir hunddýra til dæmis: Canidae (hundar, úlfar og refir), Ursidae (birnir), Procyanidae (þvottabirnir og fleiri tegundir) og Mustilidae (merðir og fleiri tegundir). Feliformia greindist hins vegar í núlifandi ættir kattardýra, til dæmis: Felidae (kettir), Herpestidae (mangar), Hyaenidae (hýenur og jarðúlfar) og Viverridae (deskettir og fleiri tegundir).

Kettir og hundar aðskildust því fyrir tæpum 50 milljónum ára og er því hægt að segja að þeir séu afar fjarskyldar tegundir þó báðar tilheyri ættbálki rándýra. Ef við setjum þetta í annað samhengi þá er til dæmis talið að menn annars vegar og simpansar og górillur hins vegar hafi átt sameiginlegan forföður fyrir tæpum 10 miljónum ára, og er því mun styttra síðan þessar tegundir aðgreindust.

Frekara lesefni eftir sama höfund:

Mynd: Future-of-Vaccination.co.uk

Nánari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins hér til vinstri eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.7.2006

Spyrjandi

Svanhildur Mar

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu skyldir eru hundar og kettir?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6047.

Jón Már Halldórsson. (2006, 4. júlí). Hversu skyldir eru hundar og kettir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6047

Jón Már Halldórsson. „Hversu skyldir eru hundar og kettir?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6047>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu skyldir eru hundar og kettir?
Það má segja réttilega að hundar og kettir séu fjarskyldir ættingar, enda báðar tegundir innan ættbálks rándýra (Carnivora). Til að átta okkur á skyldleika þeirra þurfum við að fara aftur í jarðsögunni um 60 milljón ár, það er til tíma áður en eiginleg rándýr komu til sögunnar.

Eftir að risaeðlur dóu út varð mikil tegundaútgeislun meðal spendýra. Meðal dýra sem komu fram voru tegundir af ættinni Miacidea einnig kallaðir mjásar. Vísindamenn telja að mjásar séu fyrirrennarar eiginlegra rándýra. Þessi dýr voru skógardýr og vel aðlöguð að lífi í trjám þar sem þau veiddu sér til matar önnur smávaxin trjádýr, svo sem froska og fuglsunga. Samhliða mjásunum var annar hópur spendýra sem lifði á kjöti, Creodonta, en sá hópur dó hins vegar út fyrir tugmilljónum ára.



Bæði hundar og kettir teljast til rándýra, en langt er síðan forfeður tegundanna aðgreindust.

Við þær umfangsmiklu veðurfarsbreytingar sem urðu við upphaf Eocene skeiðs nýlífsaldar (fyrir um það bil 50 milljón árum) urðu gríðarlegar breytingar á gróðurfari jarðar. Afleiðing þessara miklu veðurfars- og gróðurbreytinga var mikil tegundaútgeislun meðal grasbíta og samhliða þessari þróun varð mikil aukning í tegundafjölda rándýra. Á þessu skeiði jarðsögunnar greindust mjásar í tvær greinar og er oft talað um aðskilnaðinn mikla meðal rándýra; annars vegar skiptust þau í Miacea sem seinna þróaðist í Caniformia eða hundleg dýr, og hins vegar í Viverridae sem seinna þróaðist í Feliformia, kattleg dýr.

Caniformia greindist síðar í núlifandi ættir hunddýra til dæmis: Canidae (hundar, úlfar og refir), Ursidae (birnir), Procyanidae (þvottabirnir og fleiri tegundir) og Mustilidae (merðir og fleiri tegundir). Feliformia greindist hins vegar í núlifandi ættir kattardýra, til dæmis: Felidae (kettir), Herpestidae (mangar), Hyaenidae (hýenur og jarðúlfar) og Viverridae (deskettir og fleiri tegundir).

Kettir og hundar aðskildust því fyrir tæpum 50 milljónum ára og er því hægt að segja að þeir séu afar fjarskyldar tegundir þó báðar tilheyri ættbálki rándýra. Ef við setjum þetta í annað samhengi þá er til dæmis talið að menn annars vegar og simpansar og górillur hins vegar hafi átt sameiginlegan forföður fyrir tæpum 10 miljónum ára, og er því mun styttra síðan þessar tegundir aðgreindust.

Frekara lesefni eftir sama höfund:

Mynd: Future-of-Vaccination.co.uk

Nánari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins hér til vinstri eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....