Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?

Jón Már Halldórsson

Allir kettir geta malað þar með talið þær tegundir sem teljast til stórkatta (Panthera sp.) og blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Malið er enda eitt þeirra mörgu einkenna, og líklega það gleggsta, sem skilur kattadýr (Felidae) frá öðrum rándýrum (Carnivora).



Þetta karlljón er greinilega ekki í skapi til að mala en þegar lundin batnar heyrist kannski mal.

Þótt allir kettir mali þá virðist sem tegundir af ættkvísl smákatta (Felis-ættkvíslinni), að minnsta kosti þær sem búa í sambýli við manninn, mali meira en kettir annarra tegunda. Höfundur þessa svars hefur ekki upplýsingar um mal villtra katta af smákatta-ættkvíslinni og því er ekki hægt að segja til um hvort hið tíða mal heimiliskattarins (Felis catus) sé aðlögun að sambýli við manninn. Hugsanlega hafa kettir lært að mali þeirra fylgir oft vellíðan hjá eigandanum sem gerir sér þá far um að skapa þær aðstæður sem koma þeim til að mala. Ef svo er í pottinn búið er þetta ekki meðvitað hjá kettinum heldur frekar atferlisleg aðlögun að árþúsunda sambýli við mannskepnuna.

Það er fleira en tíðni malsins sem er ólík hjá smáköttum og hinum tveimur ættkvíslum katta (Panthera og Acinonyx). Venjulegur heimilisköttur malar bæði við innöndun og útöndun en svo virðist sem stórkettir geti aðeins malað við útöndun. Mal þeirra virðist því ekki gegna eins mikilvægu félagslegu hlutverki og meðal heimiliskatta.

Mynd: Africa Nature Photography - ljósmyndari Dries Cronje

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.7.2005

Spyrjandi

Egill Gunnarsson, f. 1992
Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5138.

Jón Már Halldórsson. (2005, 15. júlí). Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5138

Jón Már Halldórsson. „Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5138>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?
Allir kettir geta malað þar með talið þær tegundir sem teljast til stórkatta (Panthera sp.) og blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Malið er enda eitt þeirra mörgu einkenna, og líklega það gleggsta, sem skilur kattadýr (Felidae) frá öðrum rándýrum (Carnivora).



Þetta karlljón er greinilega ekki í skapi til að mala en þegar lundin batnar heyrist kannski mal.

Þótt allir kettir mali þá virðist sem tegundir af ættkvísl smákatta (Felis-ættkvíslinni), að minnsta kosti þær sem búa í sambýli við manninn, mali meira en kettir annarra tegunda. Höfundur þessa svars hefur ekki upplýsingar um mal villtra katta af smákatta-ættkvíslinni og því er ekki hægt að segja til um hvort hið tíða mal heimiliskattarins (Felis catus) sé aðlögun að sambýli við manninn. Hugsanlega hafa kettir lært að mali þeirra fylgir oft vellíðan hjá eigandanum sem gerir sér þá far um að skapa þær aðstæður sem koma þeim til að mala. Ef svo er í pottinn búið er þetta ekki meðvitað hjá kettinum heldur frekar atferlisleg aðlögun að árþúsunda sambýli við mannskepnuna.

Það er fleira en tíðni malsins sem er ólík hjá smáköttum og hinum tveimur ættkvíslum katta (Panthera og Acinonyx). Venjulegur heimilisköttur malar bæði við innöndun og útöndun en svo virðist sem stórkettir geti aðeins malað við útöndun. Mal þeirra virðist því ekki gegna eins mikilvægu félagslegu hlutverki og meðal heimiliskatta.

Mynd: Africa Nature Photography - ljósmyndari Dries Cronje...