Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?

JGÞ

Forliðurinn kol- er notaður í ýmsum samsettum orðum (til dæmis kolklikkaður, kolbrjálaður, kolvitlaus og kolsvartur) til þess að herða á merkingunni. Sá sem er kolklikkaður er enn klikkaðri en sá sem er klikkaður og kolsvart er enn svartara en það sem er svart.

Spyrjandi vill vita hvort forliðurinn hafi eitthvað með nafnorðið kol að gera, það er kol í merkingunni lífræn svört eða brúnsvört bergtegund úr plöntuleifum. Stutta svarið við þeirri spurningu er einfaldlega já.[1]

Forliðurinn kol- herðir á merkingunni í samsettum orðum. Forliðurinn er dreginn af nafnorðinu kol í merkingunni lífræn svört eða brúnsvört bergtegund úr plöntuleifum.

Sé haft í huga að kol eru afar svört á litinn, þá er rökrétt að það sem er kolsvart sé einmitt mjög svart. Sama hugsun liggur að baki því að vísa til einhvers sem er 'mjög klikkaður' sem kolklikkaður. Þá er rökvísin sú, að á skala frá ljósum lit yfir í svartan, sé sá svarti mun sterkari og meira afgerandi en hvítir og gráir litatónar. Sem forliður herðir hann því á merkingunni.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá hér: Íslensk orðsifjabók. (Sótt 3.09.2024).

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.10.2024

Spyrjandi

Alexandra

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?“ Vísindavefurinn, 1. október 2024, sótt 24. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86911.

JGÞ. (2024, 1. október). Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86911

JGÞ. „Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2024. Vefsíða. 24. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86911>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?
Forliðurinn kol- er notaður í ýmsum samsettum orðum (til dæmis kolklikkaður, kolbrjálaður, kolvitlaus og kolsvartur) til þess að herða á merkingunni. Sá sem er kolklikkaður er enn klikkaðri en sá sem er klikkaður og kolsvart er enn svartara en það sem er svart.

Spyrjandi vill vita hvort forliðurinn hafi eitthvað með nafnorðið kol að gera, það er kol í merkingunni lífræn svört eða brúnsvört bergtegund úr plöntuleifum. Stutta svarið við þeirri spurningu er einfaldlega já.[1]

Forliðurinn kol- herðir á merkingunni í samsettum orðum. Forliðurinn er dreginn af nafnorðinu kol í merkingunni lífræn svört eða brúnsvört bergtegund úr plöntuleifum.

Sé haft í huga að kol eru afar svört á litinn, þá er rökrétt að það sem er kolsvart sé einmitt mjög svart. Sama hugsun liggur að baki því að vísa til einhvers sem er 'mjög klikkaður' sem kolklikkaður. Þá er rökvísin sú, að á skala frá ljósum lit yfir í svartan, sé sá svarti mun sterkari og meira afgerandi en hvítir og gráir litatónar. Sem forliður herðir hann því á merkingunni.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá hér: Íslensk orðsifjabók. (Sótt 3.09.2024).

Myndir:...