Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í orðabanka Íslenskrar málstöðvar sem nálgast má á netinu er orðið drep notað sem þýðing á nokkrum hugtökum. Eitt þeirra er orðið infarction sem er notað til dæmis í sambandi við hjartaáfall og heilablóðfall, það er þegar hluti af hjarta- eða heilavef drepst vegna súrefnisskorts. Drep er líka notað yfir orðið necrosis sem skilgreina má sem dauða frumuhóps.
Í svarinu hér á eftir er orðið drep hins vegar notað sem þýðing á enska orðinu gangrene en það er staðbundinn dauði mjúkra vefja. Til eru tvær megingerðir, þurradrep og votadrep.
Þurradrep er algengara og fylgir í kjölfar blóðrásartruflunar til vefja, til dæmis vegna sykursýki, slagæðasiggs, blóðtappa eða vefjaskemmda eftir áverka og einnig eftir alvarlegan bruna eða kal. Við drep af þessu tagi leiðir síminnkandi blóðflæði til þess að vefir missa lit og kólna, dökkna síðan og þorna upp. Meðferð er fólgin í að bæta blóðflæði.
Votadrep stafar af skyndilegri stöðvun blóðflæðis í vef, til dæmis af völdum bakteríusýkingar. Einkenni slíks dreps eru þroti, aflitun og síðan óþefur. Meðferð felst í sýklalyfjum. Stundum þarf einnig að fjarlægja sýkta vefi, jafnvel heilu útlimina, til að stöðva útbreiðslu sem getur annars reynst banvæn.
Sérlega bráð gerð af blautu drepi er gasdrep sem heitir í höfuðið á loftbólum sem myndast undir húðinni af völdum banvæns eiturefnis frá clostridium-bakteríu. Úr sárinu vellur brúnleitur, illþefjandi gröftur. Sýkingin dreifist hratt um líkamann og getur leitt til dauða. Fjarlægja þarf alla dauða og sýkta vefi og gefa sýklalyf. Stundum er einnig gefið móteitur um leið.
Heimildir og mynd