Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Vöggudauði hefur verið skilgreindur sem skyndilegur, óvæntur og óútskýranlegur dauði heilbrigðs ungbarns á fyrsta ári, oftast við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Tíðni vöggudauða á Íslandi er með því lægsta sem gerist í heiminum í dag. Undanfarin 10 ár hafa 0-3 börn dáið árlega með þessum hætti hér á landi að árinu 1997 undanskildu þegar 5 börn dóu vöggudauða.
Þegar ungbörn sofa á bakinu er minnsta hættan á vöggudauða.
Þrátt fyrir miklar rannsóknir hefur ekki tekist að finna neina ákveðna orsök fyrir vöggudauða en talið er að hún geti verið margþætt. Ákveðnir þættir hafa þó komið fram sem virðast tengjast aukinni hættu á vöggudauða. Má þar nefna meðal annars svefnstellingu barnsins, reykingar móður á meðgöngu og óbeinar reykingar barns, eiturlyfjaneyslu móður, aldur móður undir tvítugu, veikindi barns, ofdúðun barns þannig að því verði of heitt, það að vera strákur, vera fyrirburi eða léttburi. Talið er áhættan á vöggudauða aukist þegar fleiri en einn áhættuþáttur fara saman.
Heilbrigðisráðuneytið í Bretlandi gaf út tilmæli til foreldra árið 1991 um hvað hafa beri í huga til að draga úr líkum á ungbarnadauða og eru þau enn í fullu gildi. Tilmælin eru eftirfarandi:
Ekki leggja ungbarn á magann til svefns.
Ekki hafa sígarettureyk í umhverfi barnsins.
Ekki láta börnunum verða of heitt (ekki of mikill klæðnaður eða of þykkar sængur, né of heitt í herberginu).
Farið fljótt með barnið til læknis ef það veikist.
Þessu til viðbótar má benda á nytsamlegar leiðbeiningar til foreldra um hvernig leggja beri ungbarn til svefns á vefnum ljosmodir.is. Þar er meðal annars fjallað um svefnstellingar barna, undirlag og rúm og bent á hvað er talið auka líkur á vöggudauða.
Þetta svar er aðeins breytt útgáfa af svari um vöggudauða á vefnum ljosmodir.is og er birt með góðfúslegu leyfi.
Mynd:BBC News
Kolbrún Jónsdóttir. „Af hverju deyja börn vöggudauða?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5605.
Kolbrún Jónsdóttir. (2006, 31. janúar). Af hverju deyja börn vöggudauða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5605
Kolbrún Jónsdóttir. „Af hverju deyja börn vöggudauða?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5605>.