Hvítháfurinn er líklegastur allra hákarla til þess að ráðast á menn og er hann þekktur sem hvíti dauði. Brimbrettamönnum, sundmönnum, köfurum og jafnvel litlum bátum getur stafað hætta af honum því í augum hákarlsins geta menn litið út eins og meðalstór bráð. Á Vísindavefnum eru mörg önnur svör um hvítháfa og hákarla, til dæmis:
- Hvernig flokkast hvíthákarlinn?
- Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?
- Éta allir hákarlar fólk?
- Eru hákarlar við Mallorca sem ráðast á fólk?
Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger börn í mars 2007.