Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 161 svör fundust
Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju?
Samkvæmt tölum frá GLOBOCAN er áætlað að árið 2008 hafi um 12,7 milljónir manna greinst með krabbamein og um 7,6 milljónir manna dáið af völdum krabbameins. Gert er ráð fyrir því að árið 2030 muni árlega greinast 21,4 milljónir manna með krabbamein og að dánartíðni af völdum krabbameina verði þá 13,2 milljónir man...
Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?
Erfitt er að finna lækningu við sjúkdómi ef við skiljum ekki eðli hans. Til að góð lækning finnist þarf að rannsaka niður í kjölinn eðli og orsakir viðkomandi sjúkdóms og þá fyrst er hugsanlega hægt að ráðast gegn frumorsök hans. Einn þeirra sjúkdóma sem gengið hefur ákaflega illa að skilja er heila- og mænusigg s...
Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?
Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni. Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, se...
Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...
Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi?
Köngulær (Araneae) teljast til áttfætlna (Arachnida) sem er flokkur innan fylkingar liðfætlna eða liðdýra (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem hafa fjögur pör af fótum, tvískiptan líkama og hvorki fálmara né vængi. Til samanburðar þá hafa skordýr þrjú pör af fótum, þrískiptan líkama, fálmara og yfirleitt væ...
Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?
Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum. ...
Er til lækning við dreyrasýki?
Dreyrasýki (hemophilia; blæðarar) er safnheiti um nokkra mismunandi alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma sem stafa af skorti á storkupróteinum eða skertri starfsemi þeirra. Algengastur er skortur á storkupróteini VIII (dreyrasýki A) og IX (dreyrasýki B). Sjúkdómarnir eru oftast ættlægir og stafa af stökkbreyttu ge...
Hvað er gigt?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt? Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt: Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vís...
Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?
Mismunandi aðferðir eru notaðar við virkjun sjávarfalla. Gróflega má flokka sjávarfallavirkjanir í tvo flokka, virkjanir sem nýta fallhæð og virkjanir sem nýta straumhraða. Meira má lesa um þessar tegundir virkjana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir? Einn af ú...
Vísindavefurinn svarar spurningum um árið 1944
Í ár eru liðin 75 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi. Af því tilefni mun Vísindavefurinn leggja sérstaka áherslu á að svara spurningum sem tengjast hugtökunum lýðveldi og lýðræði en einnig spurningum um allt það sem lesendur og spyrjendur Vísindavefsins hafa áhuga á að vita um árið 1944, og tengist listu...
Hver var Þorgils gjallandi?
Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...
Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?
Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...
Hvað eru E-efni sem notuð eru í matvæli og hvers vegna heita þau þessu nafni?
E-efni, öðru nafni aukefni, eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika þeirra, svo sem lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol og fleira. Mörg aukefni auka því gæði og stöðugleika vörunnar og minnka líkur á að matvæli skemmist. Aukefni eru rannsökuð með...
Eru hundar skyldir bjarndýrum?
Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á un...
Hvernig dýr eru sæapar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvernig dýr eru sæapar eða "seamonkeys" og hvar lifa þau? Dýr það sem á ensku nefnist Sea-Monkey mætti kannski kalla sæapa á íslensku. Um er að ræða ræktað afbrigði af saltkefa (Artemia salina), en það er smávaxið krabbadýr af ættbálki tálknfætlna (Branchiopoda) og ættkvísl s...