Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin var:
Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað?

Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAPO hreyfing sem stofnuð var árið 1960 og barðist fyrir sjálfstæði landsins frá Suður-Afríku. Hreyfingin beitti skæruhernaði í baráttunni og hafði meðal annars stuðning frá Angóla og Sovétríkjunum. Hugmyndafræði SWAPO var í fyrstu marxísk-lenínísk en nú segjast talsmenn SWAPO vera fylgjandi lýðræðislegum sósíalisma og flokkurinn er til að mynda fullgildur meðlimur í Alþjóðasambandi jafnaðarflokka. Skipulag SWAPO-flokksins dregur enn dám af skipulagi kommúnistaflokka og innan vébanda hans starfar svonefnt politburo eða stjórnarnefnd, auk miðstjórnar.

SWAPO-flokkurinn hefur verið ráðandi í Namibíu allt frá sjálfstæði landsins árið 1990. Hlutverk flokksins í sjálfstæðisbaráttunni gaf honum forskot sem flokksmenn hafa nýtt til að koma sér vel fyrir í stjórnkerfinu og útiloka aðra. Fylgi flokksins hefur aukist við hverjar kosningar og árið 2014 var það rétt tæp 87%. Yfirburðarstaða SWAPO er meðal annars tilkomin vegna þess að stjórnarandstöðuflokkum er gert erfitt að starfa.

SWAPO-flokkurinn styður einkaeign í bland við ríkisrekstur, svonefnt blandað hagkerfi. Í stjórnarskrá Namibíu er sérstaklega tekið fram að hagkerfi landsins skuli vera blandað. Rétt er að taka fram að SWAPO er ekki aðeins stjórnarflokkur heldur fjármagnar hann sig einnig í gegnum viðskipti og á meðal annars hlut í ýmsum fyrirtækjum.

Þinghús Namibíu í höfuðborginni Windhoek. Húsið heitir Tintenpalats eða Blekhöllin.

Stór hluti lands í Namibíu er í einkaeigu og hefur svo verið um langa hríð. Þrátt fyrir meintar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að kaupa þetta land og dreifa eignarhaldinu, hefur lítið þokast í þeim efnum. Margir hafa bent á að stefna SWAPO-flokksins hafi færst töluvert í átt að nýfrjálshyggju í seinni tíð. Stjórnarandstöðuflokkar hafa beitt sér fyrir auknum aðgangi að milliliðalausri ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu í aðdraganda kosninganna 2019.

Hagkerfi Namibíu byggist að miklu leyti á fiskútflutningi og vinnslu jarðefna. Mikill vöxtur innan þessara greina hefur ekki skilað sér til óbreyttra borgara í Namibíu og þar er mikil fátækt. Samkvæmt opinberum tölum búa 17,4% landsmanna við fátækt. Árið 2014 bjuggu rúm 41% landsmanna í kofum.

Namibíski stjórnmálafræðingurinn Job Shipululo Amupanda hefur haldið því fram að hagkerfi Namibíu sé ekki blandað heldur sé það eiginlegt nýfrjálshyggjuhagkerfi. Það getur verið erfitt að að skilgreina flokka á ás vinstri og hægri, sérstaklega í landi þar sem einn og sami flokkurinn hefur verið við völd í rúm 30 ár. Við slíkar aðstæður gefst lítið færi á samanburði við stefnur annarra flokka og því þarf að líta til stöðu hagkerfisins og stefnu ríkisins sem slíks.

Mörg ríki í Afríku sem hlutu sjálfstæði á sjöunda til níunda áratug síðustu aldar eru í höndum flokka sem telja má sambærilega við SWAPO. Þetta eru stjórnarflokkar sem hafa notið mikils stuðnings allt frá stofnun lýðveldis. Í fyrstu var hugmyndafræði margra þeirra af marxískum toga en samfara hræringum í alþjóðasamfélaginu hafa þeir smám saman færst til hægri á vinstri/hægri-ásnum.

SWAPO-flokkurinn ber ýmis merki nýfrjálshyggju en í honum má einnig greina sósíalískar rætur. Flokkurinn hefur forðast að skilgreina stefnu sína á síðustu árum, en fræðimenn hafa haldið því fram að stjórnarfar landsins einkennist af nýfrjálshyggju. Því er réttmætt að skilgreina flokkinn sem miðjuflokk sem hallast til hægri.

Heimildir:

Mynd:


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræðideild við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir við svarið.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

27.11.2019

Síðast uppfært

19.4.2021

Spyrjandi

Kolbrún Þórðardóttir

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2019, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78283.

Baldur S. Blöndal. (2019, 27. nóvember). Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78283

Baldur S. Blöndal. „Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2019. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78283>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?
Upprunalega spurningin var:

Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað?

Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAPO hreyfing sem stofnuð var árið 1960 og barðist fyrir sjálfstæði landsins frá Suður-Afríku. Hreyfingin beitti skæruhernaði í baráttunni og hafði meðal annars stuðning frá Angóla og Sovétríkjunum. Hugmyndafræði SWAPO var í fyrstu marxísk-lenínísk en nú segjast talsmenn SWAPO vera fylgjandi lýðræðislegum sósíalisma og flokkurinn er til að mynda fullgildur meðlimur í Alþjóðasambandi jafnaðarflokka. Skipulag SWAPO-flokksins dregur enn dám af skipulagi kommúnistaflokka og innan vébanda hans starfar svonefnt politburo eða stjórnarnefnd, auk miðstjórnar.

SWAPO-flokkurinn hefur verið ráðandi í Namibíu allt frá sjálfstæði landsins árið 1990. Hlutverk flokksins í sjálfstæðisbaráttunni gaf honum forskot sem flokksmenn hafa nýtt til að koma sér vel fyrir í stjórnkerfinu og útiloka aðra. Fylgi flokksins hefur aukist við hverjar kosningar og árið 2014 var það rétt tæp 87%. Yfirburðarstaða SWAPO er meðal annars tilkomin vegna þess að stjórnarandstöðuflokkum er gert erfitt að starfa.

SWAPO-flokkurinn styður einkaeign í bland við ríkisrekstur, svonefnt blandað hagkerfi. Í stjórnarskrá Namibíu er sérstaklega tekið fram að hagkerfi landsins skuli vera blandað. Rétt er að taka fram að SWAPO er ekki aðeins stjórnarflokkur heldur fjármagnar hann sig einnig í gegnum viðskipti og á meðal annars hlut í ýmsum fyrirtækjum.

Þinghús Namibíu í höfuðborginni Windhoek. Húsið heitir Tintenpalats eða Blekhöllin.

Stór hluti lands í Namibíu er í einkaeigu og hefur svo verið um langa hríð. Þrátt fyrir meintar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að kaupa þetta land og dreifa eignarhaldinu, hefur lítið þokast í þeim efnum. Margir hafa bent á að stefna SWAPO-flokksins hafi færst töluvert í átt að nýfrjálshyggju í seinni tíð. Stjórnarandstöðuflokkar hafa beitt sér fyrir auknum aðgangi að milliliðalausri ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu í aðdraganda kosninganna 2019.

Hagkerfi Namibíu byggist að miklu leyti á fiskútflutningi og vinnslu jarðefna. Mikill vöxtur innan þessara greina hefur ekki skilað sér til óbreyttra borgara í Namibíu og þar er mikil fátækt. Samkvæmt opinberum tölum búa 17,4% landsmanna við fátækt. Árið 2014 bjuggu rúm 41% landsmanna í kofum.

Namibíski stjórnmálafræðingurinn Job Shipululo Amupanda hefur haldið því fram að hagkerfi Namibíu sé ekki blandað heldur sé það eiginlegt nýfrjálshyggjuhagkerfi. Það getur verið erfitt að að skilgreina flokka á ás vinstri og hægri, sérstaklega í landi þar sem einn og sami flokkurinn hefur verið við völd í rúm 30 ár. Við slíkar aðstæður gefst lítið færi á samanburði við stefnur annarra flokka og því þarf að líta til stöðu hagkerfisins og stefnu ríkisins sem slíks.

Mörg ríki í Afríku sem hlutu sjálfstæði á sjöunda til níunda áratug síðustu aldar eru í höndum flokka sem telja má sambærilega við SWAPO. Þetta eru stjórnarflokkar sem hafa notið mikils stuðnings allt frá stofnun lýðveldis. Í fyrstu var hugmyndafræði margra þeirra af marxískum toga en samfara hræringum í alþjóðasamfélaginu hafa þeir smám saman færst til hægri á vinstri/hægri-ásnum.

SWAPO-flokkurinn ber ýmis merki nýfrjálshyggju en í honum má einnig greina sósíalískar rætur. Flokkurinn hefur forðast að skilgreina stefnu sína á síðustu árum, en fræðimenn hafa haldið því fram að stjórnarfar landsins einkennist af nýfrjálshyggju. Því er réttmætt að skilgreina flokkinn sem miðjuflokk sem hallast til hægri.

Heimildir:

Mynd:


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræðideild við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir við svarið....