Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?

Bjarni M. Jónsson

Mismunandi aðferðir eru notaðar við virkjun sjávarfalla. Gróflega má flokka sjávarfallavirkjanir í tvo flokka, virkjanir sem nýta fallhæð og virkjanir sem nýta straumhraða. Meira má lesa um þessar tegundir virkjana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?

Einn af útgangspunktum þegar meta á hagkvæmni sjávarfallavirkjana sem nýta fallhæð (hæðarmun á flóði og fjöru) er stærð þeirra, því stærri, þeim mun hagkvæmari. Stærð lóns og flóðahæð ráða mestu um mögulega stærð slíkra virkjana. Við suðausturströndina er flóðahæð ein sú minnsta á Íslandi og er meðalflóðahæðin rúmur einn metri. Meðalflóðahæð þarf að vera meiri en tveir metrar til að þessi flokkur virkjana komi til greina og þar með er búið að útiloka Hornafjarðarós.

Hornafjarðarós.

Mikil þróun á sér stað í gerð straumvirkjana og stefna vísindamenn að því að ná sambærilegri arðsemi og næst með vindmyllum í dag, innan fárra ára. Flestar straumvirkjanir sem verið er að þróa í dag þurfa meira en tíu metra dýpi og ákjósanlegur straumhraði er á bilinu 2-3 m/s. Ef straumhraðinn fer mikið yfir 3 m/s er hætta á að þær geti skemmst. Þær útfærslur straumvirkjana sem lengst eru komnar í þróun eru frekar litlar eða um eitt MW að uppsettu afli.

Fræðilega er hægt að virkja Hornafjarðarós með straumvirkjun en rannsaka þarf hverja og eina staðsetningu sérstaklega með tilliti til umhverfis, kostnaðar og annarra aðstæðna. Nú er í gangi verkefni sem fjallar um mögulega nýtingu sjávarfallastrauma til raforkuframleiðslu í Hornafirði en niðurstöður úr því hafa ekki verið kynntar þegar þetta er skrifað, í febrúar 2013.

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi og ef svo er hvers vegna/af hverju ekki?

Höfundur

sérfræðingur í auðlindastjórnun

Útgáfudagur

6.3.2013

Spyrjandi

Hjörvar Ingi Hauksson

Tilvísun

Bjarni M. Jónsson. „Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58919.

Bjarni M. Jónsson. (2013, 6. mars). Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58919

Bjarni M. Jónsson. „Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58919>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?
Mismunandi aðferðir eru notaðar við virkjun sjávarfalla. Gróflega má flokka sjávarfallavirkjanir í tvo flokka, virkjanir sem nýta fallhæð og virkjanir sem nýta straumhraða. Meira má lesa um þessar tegundir virkjana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?

Einn af útgangspunktum þegar meta á hagkvæmni sjávarfallavirkjana sem nýta fallhæð (hæðarmun á flóði og fjöru) er stærð þeirra, því stærri, þeim mun hagkvæmari. Stærð lóns og flóðahæð ráða mestu um mögulega stærð slíkra virkjana. Við suðausturströndina er flóðahæð ein sú minnsta á Íslandi og er meðalflóðahæðin rúmur einn metri. Meðalflóðahæð þarf að vera meiri en tveir metrar til að þessi flokkur virkjana komi til greina og þar með er búið að útiloka Hornafjarðarós.

Hornafjarðarós.

Mikil þróun á sér stað í gerð straumvirkjana og stefna vísindamenn að því að ná sambærilegri arðsemi og næst með vindmyllum í dag, innan fárra ára. Flestar straumvirkjanir sem verið er að þróa í dag þurfa meira en tíu metra dýpi og ákjósanlegur straumhraði er á bilinu 2-3 m/s. Ef straumhraðinn fer mikið yfir 3 m/s er hætta á að þær geti skemmst. Þær útfærslur straumvirkjana sem lengst eru komnar í þróun eru frekar litlar eða um eitt MW að uppsettu afli.

Fræðilega er hægt að virkja Hornafjarðarós með straumvirkjun en rannsaka þarf hverja og eina staðsetningu sérstaklega með tilliti til umhverfis, kostnaðar og annarra aðstæðna. Nú er í gangi verkefni sem fjallar um mögulega nýtingu sjávarfallastrauma til raforkuframleiðslu í Hornafirði en niðurstöður úr því hafa ekki verið kynntar þegar þetta er skrifað, í febrúar 2013.

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi og ef svo er hvers vegna/af hverju ekki?
...