Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?

Jón Már Halldórsson

Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni.

Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, sem í eru flest innri líffærin. Utan um innyflahnúðinn er möttullinn sem í mörgum tilvikum gefur frá sér kalkkennda skel. Þessi lýsing á þó ekki við um sérhæfðustu lindýrin svo sem höfuðfætlinga (Cephalopoda).

Fylking lindýra greinist í sex flokka. Hér að neðan verður fjallað um þessa flokka og helstu einkenni þeirra.

Höfuðfætlingar (Cephalopoda)

Höfuðfætlingar eru ein flóknustu lindýrin en til þeirra teljast til dæmis smokkfiskar og kolkrabbar. Það má lýsa kolkrabba sem teygðum frá kviði til baks. Innyflahnúður kolkrabbans er í reynd bolur hans en hinir þekktu armar hans svara til fóta annarra lindýra. Höfuðið liggur svo milli innyflahnúðs og fóta með þroskuðum heila og augum sem minna mjög á augu hryggdýra. Þessi flókna bygging augnanna kom fram óháð augum hryggdýra tiltölulega snemma í þróunarsögunni.

Sniglar (Gastropoda)

Sniglar eru einn þekktasti hópur lindýra og sá langtegundaríkasti með um 65 þúsund tegundir. Eitt helsta einkenni snigla er snúinn líkami með skel utan um, þó til séu tegundir sem hafa ekki gengið í gegnum þetta þroskastig. Dýrið getur dregið bæði höfuð og fót inn í skelina.

Meltingavegur snigla er u-laga og endaþarmsopið er á baklhlið dýrsins , undir frambrún skeljarinnar. Vatnasniglar anda flestir með tálknum sem eru í möttulholinu, undir brún skeljarinnar.

Hjá landsniglum hefur hluti möttulhols ummyndast í eins konar lungu. Þessi hópur snigla nefnist lungnasniglar (pulmonata). Sumir lungnasniglar hafa snúið aftur til vatnaslífernis, eru án tálkna og þurfa að fara upp á yfirborðið til að anda á svipaðan hátt og og sjávarspendýr.

Nökkvar (Polyplacophora)

Nökkvar eru skrautleg dýr með skel á bakinu sem samanstendur af átta aðskildum skelplötum. Undir brún skelinnar, beggja megin, í möttulholinu eru tálkn sem dýrið andar með. Höfuðið er mjög óverulegt, en rýrnun þess er talið eitt af einkennum nökkvanna. Flestar þeirra rúmlega 800 tegunda nökkva sem hefur verið lýst finnst í fjöruborðinu í skorum á steinum og skyldum búsvæðum.

Samlokur (Bivalvia)

Samlokur er annar tegundaauðugasti flokkur lindýra með um 15 þúsund þekktar tegundir. Helstu einkenni þeirra er að þær eru umluktar tveimur skeljum sem festar eru saman með hjörum og veita þeim vörn gegn afræningjum.

Oftast grafa samlokur sig í lausan jarðveg undir vatnsyfirborði.

Skeljarnar eru að innan klæddar földum möttulsins og að aftan grónar saman í tvö op, og streymir vatn inn um annað en út um hitt. Hjá mörgum tegundum hafa vefirnir í kringum þessi op þróast í langa pípu, sem dýrið getur dregið innbeða rekið út, ef samlokan er til dæmis á kafi í sandi eða leir. Niður í möttulholið hanga tálknin, alsett fellingum með bifáhrum. Með tálknunum andar dýrið og síar auk þess fæðu úr vatninu. Samlokur lifa á smásæjum fæðuögnum sem skolast inn með vatni um innstreymisopið.

Sætennur (Scapopoda)

Sætennur eru umluktar skel sem minnir á oddmjóa tönn og gengur fóturinn út um breiðari endann. Um eitt hundrað tegundum hefur verið lýst og lifa þær allar niðurgrafnar í sand- eða leirbotn á botni grunnsævis.

Skelleysingjar (Aplacophora)

Skelleysingjar er hópur botnlægra lindýra sem finnst á sjávarbotni um allan heim. Alls hefur um 320 tegundum verið lýst. Aökum þess hve áþekkir þeir eru sæbjúgum, sem eru skrápdýr, voru þeir áður fyrrr flokkaðir með þeim

Einskeljungar (Monoplacophora)

Einskeljungar eru minnst þekkti flokkur lindýra. Aðeins hafa fundist 10 tegundir sem tilheyra þessum flokki og var allt fram til ársins 1952 talið að enginn núlifandi tegund tilheyrði honum.Einkseljungar finnast í sjávarseti djúpt í úthöfunum og því er erfitt að nálgast þá og rannsaka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir: Brusca & Brusca (1990). Invertebrates. Sunderland, Mass.: Sinauer Associates.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.1.2007

Spyrjandi

Steinunn Julia

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6456.

Jón Már Halldórsson. (2007, 8. janúar). Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6456

Jón Már Halldórsson. „Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6456>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?
Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni.

Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, sem í eru flest innri líffærin. Utan um innyflahnúðinn er möttullinn sem í mörgum tilvikum gefur frá sér kalkkennda skel. Þessi lýsing á þó ekki við um sérhæfðustu lindýrin svo sem höfuðfætlinga (Cephalopoda).

Fylking lindýra greinist í sex flokka. Hér að neðan verður fjallað um þessa flokka og helstu einkenni þeirra.

Höfuðfætlingar (Cephalopoda)

Höfuðfætlingar eru ein flóknustu lindýrin en til þeirra teljast til dæmis smokkfiskar og kolkrabbar. Það má lýsa kolkrabba sem teygðum frá kviði til baks. Innyflahnúður kolkrabbans er í reynd bolur hans en hinir þekktu armar hans svara til fóta annarra lindýra. Höfuðið liggur svo milli innyflahnúðs og fóta með þroskuðum heila og augum sem minna mjög á augu hryggdýra. Þessi flókna bygging augnanna kom fram óháð augum hryggdýra tiltölulega snemma í þróunarsögunni.

Sniglar (Gastropoda)

Sniglar eru einn þekktasti hópur lindýra og sá langtegundaríkasti með um 65 þúsund tegundir. Eitt helsta einkenni snigla er snúinn líkami með skel utan um, þó til séu tegundir sem hafa ekki gengið í gegnum þetta þroskastig. Dýrið getur dregið bæði höfuð og fót inn í skelina.

Meltingavegur snigla er u-laga og endaþarmsopið er á baklhlið dýrsins , undir frambrún skeljarinnar. Vatnasniglar anda flestir með tálknum sem eru í möttulholinu, undir brún skeljarinnar.

Hjá landsniglum hefur hluti möttulhols ummyndast í eins konar lungu. Þessi hópur snigla nefnist lungnasniglar (pulmonata). Sumir lungnasniglar hafa snúið aftur til vatnaslífernis, eru án tálkna og þurfa að fara upp á yfirborðið til að anda á svipaðan hátt og og sjávarspendýr.

Nökkvar (Polyplacophora)

Nökkvar eru skrautleg dýr með skel á bakinu sem samanstendur af átta aðskildum skelplötum. Undir brún skelinnar, beggja megin, í möttulholinu eru tálkn sem dýrið andar með. Höfuðið er mjög óverulegt, en rýrnun þess er talið eitt af einkennum nökkvanna. Flestar þeirra rúmlega 800 tegunda nökkva sem hefur verið lýst finnst í fjöruborðinu í skorum á steinum og skyldum búsvæðum.

Samlokur (Bivalvia)

Samlokur er annar tegundaauðugasti flokkur lindýra með um 15 þúsund þekktar tegundir. Helstu einkenni þeirra er að þær eru umluktar tveimur skeljum sem festar eru saman með hjörum og veita þeim vörn gegn afræningjum.

Oftast grafa samlokur sig í lausan jarðveg undir vatnsyfirborði.

Skeljarnar eru að innan klæddar földum möttulsins og að aftan grónar saman í tvö op, og streymir vatn inn um annað en út um hitt. Hjá mörgum tegundum hafa vefirnir í kringum þessi op þróast í langa pípu, sem dýrið getur dregið innbeða rekið út, ef samlokan er til dæmis á kafi í sandi eða leir. Niður í möttulholið hanga tálknin, alsett fellingum með bifáhrum. Með tálknunum andar dýrið og síar auk þess fæðu úr vatninu. Samlokur lifa á smásæjum fæðuögnum sem skolast inn með vatni um innstreymisopið.

Sætennur (Scapopoda)

Sætennur eru umluktar skel sem minnir á oddmjóa tönn og gengur fóturinn út um breiðari endann. Um eitt hundrað tegundum hefur verið lýst og lifa þær allar niðurgrafnar í sand- eða leirbotn á botni grunnsævis.

Skelleysingjar (Aplacophora)

Skelleysingjar er hópur botnlægra lindýra sem finnst á sjávarbotni um allan heim. Alls hefur um 320 tegundum verið lýst. Aökum þess hve áþekkir þeir eru sæbjúgum, sem eru skrápdýr, voru þeir áður fyrrr flokkaðir með þeim

Einskeljungar (Monoplacophora)

Einskeljungar eru minnst þekkti flokkur lindýra. Aðeins hafa fundist 10 tegundir sem tilheyra þessum flokki og var allt fram til ársins 1952 talið að enginn núlifandi tegund tilheyrði honum.Einkseljungar finnast í sjávarseti djúpt í úthöfunum og því er erfitt að nálgast þá og rannsaka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir: Brusca & Brusca (1990). Invertebrates. Sunderland, Mass.: Sinauer Associates....