Sólin Sólin Rís 06:41 • sest 20:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:00 • Sest 04:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:59 • Síðdegis: 21:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:51 • Síðdegis: 15:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:41 • sest 20:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:00 • Sest 04:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:59 • Síðdegis: 21:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:51 • Síðdegis: 15:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að fara rangt með staðreyndir?

Henry Alexander Henrysson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Er hægt að fara rangt með staðreyndir, eins og oft er talað um? Er staðreynd ekki í eðli sínu rétt?

Þetta er skemmtileg og beitt spurning sem bendir á hvernig sum orðatiltæki sem við grípum til geta verið órökrétt þegar að er gáð. Auðvitað er það þannig að ef maður fer rangt með staðreynd er maður líklega að segja ósatt. Ef það er staðreynd sem verið er að nefna þá ætti hún að vera rétt og sönn. Og falla fullkomlega að raunveruleikanum.

Þau sem grípa til orðatiltækisins geta mögulega gert það í tvenns konar tilgangi. Annars vegar vill fólk varpa ljósi á að til eru einstaklingar sem vilja láta eins og margs konar staðreyndir séu til sem gildi um tiltekin atvik. Frægt er þegar ráðgjafi þáverandi forseta Bandaríkjanna reyndi að verja ósannindi sem talsmaður forsetans hafði sett fram sem „hliðarstaðreyndir“ (e. alternative facts). Hugmyndin virtist vera að nokkrar og mögulegar ólíkar staðreyndir væru sannar á hverjum tíma – og sú hugmynd fer svo sannarlega rangt með staðreyndir.

Seinni skilaboðin sem verið er að koma til skila þegar sagt er að einhver hafi farið rangt með staðreyndir (eða „frjálslega“ með staðreyndir, eins og stundum er sagt) eru einfaldlega þau að hér sé verið að ljúga. Orðatiltækið er þannig fínleg og fáguð leið til að saka einhvern um lygar. Það sem viðkomandi tjáði sig um er alls ekki staðreynd heldur eitthvað sem einmitt átti sér ekki stað.

Það er þó ein hlið á spurningunni sem mætti velta fyrir sér. Mögulega má fara rangt með staðreyndir því það er hægt að vera sérlega óheiðarlegur í málflutningi án þess að ljúga beint að viðmælendum, áheyrendum eða lesendum. Það sem er þá rangt er ekki hvað maður segir heldur hvernig maður segir það og í hvaða tilgangi. Við tölum um „mælskubrögð“ þegar fólk reynir að hafa áhrif á hvaða skilning aðrir hafa á það sem sagt er. Öll auglýsinga- og ímyndasmíð er auðvitað full af svona brögðum og við þekkjum þau ekki síður úr munni stjórnmálamanna. Um slík samskipti má einnig fræðast í öðru svari á Vísindavefnum: Af hverju er ekki hægt að rökræða við konur?

Langsamlega stærsti flokkur mælskubragða er hefðbundinn og vel þekktur. Þar er um að ræða skapandi notkun tungumálsins þar sem fólk reynir til dæmis að nota annað hvort jákvætt eða neikvætt hugtak í stað þess sem eðlilegt er að nota. Fasteignasali gæti tildæmi kallað kjallaraíbúð „íbúð með sérinngangi“ án þess að skrökva.

Lygar hljóta að vera besta eða öflugasta mælskubragð sem til er. En sem mælskubragð þykja lygar ekki sérstaklega fágaðar og í þeim felst alltaf sú áhætta að maður sé staðinn að verki. Þótt mögulega hafi farið í vöxt að þykja ekki lengur tiltökumál að vera staðinn að lygum í opinberu lífi, þá þykir það vonandi enn ekki vera smart. Til að bregðast við því að vera ekki staðinn að lygum hefur mannkyn fundið upp ótal leiðir til að komast hjá því að ljúga en láta samt ekki staðreyndir tala sínu máli. Þessar leiðir eru auðvitað misjafnlega vandmeðfarnar og skiptast í nokkra flokka.

Langsamlega stærsti flokkur mælskubragða er hefðbundinn og vel þekktur. Líklega höfum við öll gerst sek um að beita slíkum brögðum. Hér á ég við skapandi notkun tungumálsins þar sem fólk reynir til dæmis að nota annað hvort jákvætt eða neikvætt hugtak (það fer eftir áhrifunum sem leitað er eftir) í stað þess sem eðlilegt er að nota. Þegar maður segir að einhver fari rangt með staðreyndir í stað þess að saka hann um lygar þá er það dæmi um skrauthvörf (eins og þau nefnast). Fasteignasali gæti líka kallað kjallaraíbúð „íbúð með sérinngangi“ án þess að skrökva og tertusneið gæti allt orðið að „kaloríubombu“ ef ætlunin er að fæla einhvern frá að fá sér á diskinn.

Næsti flokkur mælskubragða sem fólki finnst gott að grípa til höfðar fyrst og fremst til tilfinninga og geðshræringa viðtakenda. Við spilum til dæmis á hræðslu og tortryggni með notkun staðalímynda sem stangast kannski ekki á við staðreyndir en við styðjumst samt við til að fæða fordóma okkar. Einnig getur smjaður reynst öflug leið til að hafa áhrif og mögulega erfitt að verjast. Svona mætti lengi telja enda erum við fyrst og fremst miklar tilfinningaverur. Sá eða sú sem best kann að spila á tilfinningalíf okkar hefur tækifæri til að snúa staðreyndum sér í vil og láta þær standa fyrir það sem viðkomandi hentar.

Með ýmsum mælskubrögðum er hægt að nýta sér rökvillur sem mannshugurinn fellur fyrir. Svonefnd „fuglahræðurök“ eru af því tagi. Slík rök (eða rökvilla) draga nafn sitt af því að skapaður er tilbúinn andstæðingur (fuglahræða) sem rökum er svo beint að.

Að lokum er ekki annað hægt en að nefna þau mælskubrögð sem nýta sér þær rökvillur sem mannshugurinn fellur fyrir. Allt frá dögum forngrískrar heimspeki hafa hugsuðir reynt að kortleggja hvernig hugur okkar virðist mótaður til að fella dóma á rangan hátt ef við erum ekki meðvituð um þær villur sem geta blekkt hugsun okkar. Þannig getur til dæmis sá sem vill sannfæra viðmælanda nýtt sér svokölluð „fuglahræðurök“ til að rugla hann í ríminu. Slík rök (eða rökvilla) draga nafn sitt af því að skapaður er tilbúinn andstæðingur (fuglahræða) sem rökum er svo beint að. Vissulega felst oft í þessari villu að andstæðingi eru gerðar upp skoðanir (sem er auðvitað lygi) en þessi tilbúna skoðun þarf ekki að vera uppspuni og getur byggt á staðreynd. Sá sem beitir fuglahræðurökum fer rangt með staðreynd því hann vísar í aðra staðreynd en þá sem er til umræðu og tekur hana úr samhengi. Dæmi um þetta er þegar hópi fólks er svarað með því að vísa í eitthvað sem lítill hluti hans hefur haldið fram – og gera það svo að helsta deilumálinu.

Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að við getum einmitt farið rangt með staðreyndir í þeim skilningi að markmið samskipta á það til að þjóna okkar eigin hagsmunum fremur en að vera upplýsandi. Orðatiltækið um að fara rangt með staðreyndir er að einhverju leyti hálf merkingarlaust og órökrétt, en þegar betur er að gáð koma í ljós ýmislegt sem segir okkur sitthvað um tækifærin og ógöngurnar sem felast í mannlegum samskiptum. Spurningin sjálf minnir okkur einnig á mikilvægi staðreynda og hvers vegna okkur ber að fara rétt með þær, sérstaklega núna á tíma þegar virðing fyrir þeim virðist á undanhaldi.

Mynd:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

1.4.2025

Spyrjandi

Samúel Karl Ólason

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Er hægt að fara rangt með staðreyndir?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2025, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87281.

Henry Alexander Henrysson. (2025, 1. apríl). Er hægt að fara rangt með staðreyndir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87281

Henry Alexander Henrysson. „Er hægt að fara rangt með staðreyndir?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2025. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87281>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fara rangt með staðreyndir?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er hægt að fara rangt með staðreyndir, eins og oft er talað um? Er staðreynd ekki í eðli sínu rétt?

Þetta er skemmtileg og beitt spurning sem bendir á hvernig sum orðatiltæki sem við grípum til geta verið órökrétt þegar að er gáð. Auðvitað er það þannig að ef maður fer rangt með staðreynd er maður líklega að segja ósatt. Ef það er staðreynd sem verið er að nefna þá ætti hún að vera rétt og sönn. Og falla fullkomlega að raunveruleikanum.

Þau sem grípa til orðatiltækisins geta mögulega gert það í tvenns konar tilgangi. Annars vegar vill fólk varpa ljósi á að til eru einstaklingar sem vilja láta eins og margs konar staðreyndir séu til sem gildi um tiltekin atvik. Frægt er þegar ráðgjafi þáverandi forseta Bandaríkjanna reyndi að verja ósannindi sem talsmaður forsetans hafði sett fram sem „hliðarstaðreyndir“ (e. alternative facts). Hugmyndin virtist vera að nokkrar og mögulegar ólíkar staðreyndir væru sannar á hverjum tíma – og sú hugmynd fer svo sannarlega rangt með staðreyndir.

Seinni skilaboðin sem verið er að koma til skila þegar sagt er að einhver hafi farið rangt með staðreyndir (eða „frjálslega“ með staðreyndir, eins og stundum er sagt) eru einfaldlega þau að hér sé verið að ljúga. Orðatiltækið er þannig fínleg og fáguð leið til að saka einhvern um lygar. Það sem viðkomandi tjáði sig um er alls ekki staðreynd heldur eitthvað sem einmitt átti sér ekki stað.

Það er þó ein hlið á spurningunni sem mætti velta fyrir sér. Mögulega má fara rangt með staðreyndir því það er hægt að vera sérlega óheiðarlegur í málflutningi án þess að ljúga beint að viðmælendum, áheyrendum eða lesendum. Það sem er þá rangt er ekki hvað maður segir heldur hvernig maður segir það og í hvaða tilgangi. Við tölum um „mælskubrögð“ þegar fólk reynir að hafa áhrif á hvaða skilning aðrir hafa á það sem sagt er. Öll auglýsinga- og ímyndasmíð er auðvitað full af svona brögðum og við þekkjum þau ekki síður úr munni stjórnmálamanna. Um slík samskipti má einnig fræðast í öðru svari á Vísindavefnum: Af hverju er ekki hægt að rökræða við konur?

Langsamlega stærsti flokkur mælskubragða er hefðbundinn og vel þekktur. Þar er um að ræða skapandi notkun tungumálsins þar sem fólk reynir til dæmis að nota annað hvort jákvætt eða neikvætt hugtak í stað þess sem eðlilegt er að nota. Fasteignasali gæti tildæmi kallað kjallaraíbúð „íbúð með sérinngangi“ án þess að skrökva.

Lygar hljóta að vera besta eða öflugasta mælskubragð sem til er. En sem mælskubragð þykja lygar ekki sérstaklega fágaðar og í þeim felst alltaf sú áhætta að maður sé staðinn að verki. Þótt mögulega hafi farið í vöxt að þykja ekki lengur tiltökumál að vera staðinn að lygum í opinberu lífi, þá þykir það vonandi enn ekki vera smart. Til að bregðast við því að vera ekki staðinn að lygum hefur mannkyn fundið upp ótal leiðir til að komast hjá því að ljúga en láta samt ekki staðreyndir tala sínu máli. Þessar leiðir eru auðvitað misjafnlega vandmeðfarnar og skiptast í nokkra flokka.

Langsamlega stærsti flokkur mælskubragða er hefðbundinn og vel þekktur. Líklega höfum við öll gerst sek um að beita slíkum brögðum. Hér á ég við skapandi notkun tungumálsins þar sem fólk reynir til dæmis að nota annað hvort jákvætt eða neikvætt hugtak (það fer eftir áhrifunum sem leitað er eftir) í stað þess sem eðlilegt er að nota. Þegar maður segir að einhver fari rangt með staðreyndir í stað þess að saka hann um lygar þá er það dæmi um skrauthvörf (eins og þau nefnast). Fasteignasali gæti líka kallað kjallaraíbúð „íbúð með sérinngangi“ án þess að skrökva og tertusneið gæti allt orðið að „kaloríubombu“ ef ætlunin er að fæla einhvern frá að fá sér á diskinn.

Næsti flokkur mælskubragða sem fólki finnst gott að grípa til höfðar fyrst og fremst til tilfinninga og geðshræringa viðtakenda. Við spilum til dæmis á hræðslu og tortryggni með notkun staðalímynda sem stangast kannski ekki á við staðreyndir en við styðjumst samt við til að fæða fordóma okkar. Einnig getur smjaður reynst öflug leið til að hafa áhrif og mögulega erfitt að verjast. Svona mætti lengi telja enda erum við fyrst og fremst miklar tilfinningaverur. Sá eða sú sem best kann að spila á tilfinningalíf okkar hefur tækifæri til að snúa staðreyndum sér í vil og láta þær standa fyrir það sem viðkomandi hentar.

Með ýmsum mælskubrögðum er hægt að nýta sér rökvillur sem mannshugurinn fellur fyrir. Svonefnd „fuglahræðurök“ eru af því tagi. Slík rök (eða rökvilla) draga nafn sitt af því að skapaður er tilbúinn andstæðingur (fuglahræða) sem rökum er svo beint að.

Að lokum er ekki annað hægt en að nefna þau mælskubrögð sem nýta sér þær rökvillur sem mannshugurinn fellur fyrir. Allt frá dögum forngrískrar heimspeki hafa hugsuðir reynt að kortleggja hvernig hugur okkar virðist mótaður til að fella dóma á rangan hátt ef við erum ekki meðvituð um þær villur sem geta blekkt hugsun okkar. Þannig getur til dæmis sá sem vill sannfæra viðmælanda nýtt sér svokölluð „fuglahræðurök“ til að rugla hann í ríminu. Slík rök (eða rökvilla) draga nafn sitt af því að skapaður er tilbúinn andstæðingur (fuglahræða) sem rökum er svo beint að. Vissulega felst oft í þessari villu að andstæðingi eru gerðar upp skoðanir (sem er auðvitað lygi) en þessi tilbúna skoðun þarf ekki að vera uppspuni og getur byggt á staðreynd. Sá sem beitir fuglahræðurökum fer rangt með staðreynd því hann vísar í aðra staðreynd en þá sem er til umræðu og tekur hana úr samhengi. Dæmi um þetta er þegar hópi fólks er svarað með því að vísa í eitthvað sem lítill hluti hans hefur haldið fram – og gera það svo að helsta deilumálinu.

Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að við getum einmitt farið rangt með staðreyndir í þeim skilningi að markmið samskipta á það til að þjóna okkar eigin hagsmunum fremur en að vera upplýsandi. Orðatiltækið um að fara rangt með staðreyndir er að einhverju leyti hálf merkingarlaust og órökrétt, en þegar betur er að gáð koma í ljós ýmislegt sem segir okkur sitthvað um tækifærin og ógöngurnar sem felast í mannlegum samskiptum. Spurningin sjálf minnir okkur einnig á mikilvægi staðreynda og hvers vegna okkur ber að fara rétt með þær, sérstaklega núna á tíma þegar virðing fyrir þeim virðist á undanhaldi.

Mynd:...