Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spænsku, ítölsku)? Hefur þetta breyst í gegnum tíðina? Hafa t.d. ný orð eða tökuorð í íslensku tilhneigingu til að vera hvorugkyns?Spurningu um kynjahlutföll má skilja á tvo vegu. Annars vegar getur verið átt við fjölda mismunandi orða í hverju kyni (flettiorð), en hins vegar getur verið átt við fjölda dæma um orð af hverju kyni í texta (lesmálsorð). Spurningu um hlutfall dæma af hverju kyni í texta má svara með vísun til Risamálheildarinnar sem er textasafn úr íslensku nútímamáli og hefur að geyma um það bil 1,2 milljarða lesmálsorða. Þar er hlutfall dæma um karlkynsorð um það bil 38% af heildinni, dæmi um kvenkynsorð eru um 32%, og dæmi um hvorugkynsorð um 30%. Í Markaðri íslenskri málheild, sem er einnig safn texta úr nútímamáli en inniheldur aðeins 25 milljónir lesmálsorða eru hlutföllin nokkurn veginn nákvæmlega þau sömu. Hér verður að taka fram að málfræðileg greining orða í þessum söfnum var gerð á vélrænan hátt og í henni er töluvert af villum. Líklegt er þó að þær villur jafni sig út – ekkert bendir til þess að þær skekki þetta hlutfall. Það liggja hins vegar ekki fyrir tölur um fjölda mismunandi orða í hverju kyni fyrir sig en trúlegt er að kynjahlutföllin séu svipuð þar.

Í textasafni úr íslensku nútímamáli eru karlkynsorð um það bil 38% af heildinni, dæmi um kvenkynsorð eru um 32%, og dæmi um hvorugkynsorð um 30%.

Í safni sem hefur að geyma ýmsa texta úr fornu máli eru hlutföll karlkyns-, kvenkyns- og hvorugkynsorða talsvert önnur en í nútímaíslensku. Myndin er málverk eftir danska málarann Johannes Flintoe (1786/87-1870) og sýnir hólmgöngu Egils Skallagrímssonar og Berg-Önundar.
- Free Images : black and white, people, road, street, urban, crowd, travel, fujifilm, iceland, bw, blackandwhite, blackwhite, is, infrastructure, ngc, photograph, snapshot, fuji, stphotographia, fujixt1, reykjavik, fujix, noireblanc, pedestrian crossing, monochrome photography 3543x2362 - - 296928 - Free stock photos - PxHere. (Sótt 11.11.2019).
- Egill Skallagrímsson - Wikipedia. (Sótt 11.11.2019).