Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Köngulær (Araneae) teljast til áttfætlna (Arachnida) sem er flokkur innan fylkingar liðfætlna eða liðdýra (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem hafa fjögur pör af fótum, tvískiptan líkama og hvorki fálmara né vængi. Til samanburðar þá hafa skordýr þrjú pör af fótum, þrískiptan líkama, fálmara og yfirleitt vængi. Auk köngulóa eru nokkrir aðrir hópar innan áttfætlna. Má þar telja mítla og títla (Acari), langfætlur (Opiliones), sporðdreka (Scorpiones) og dreka (Pseudoscorpiones).



Elstu steingervingar sem fundist hafa af köngulóm eru frá Mið-Devon eða um 374 til 380 milljón ára gamlir. Fræðimenn telja að köngulær hafi fyrst þróast fyrir meira en 400 milljónum ára og eru þær því meðal allra elstu landdýra.

Alls hafa fundist hérlendis 84 tegundir og koma þær tegundir úr 10 ættum. Langflestar tegundirnar tilheyra dordingulsætt eða 61 tegund.

Meira en 35.000 tegundir köngulóa hafa fundist í heiminum og eru þær flokkaðar í 90 ættir.

Skoðið einnig skyld svör:

Hver er minnsta könguló í heimi?

Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?

Myndin sýnir könguló af tegundinni Stegodyphus lineatus sem finnst meðal annars á grísku eyjunni Lesbos í Eyjahafi. Hún er fengin af vefsetri Háskólans í Antwerpen

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.4.2001

Spyrjandi

Ólafur Hilmisson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1451.

Jón Már Halldórsson. (2001, 2. apríl). Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1451

Jón Már Halldórsson. „Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1451>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi?
Köngulær (Araneae) teljast til áttfætlna (Arachnida) sem er flokkur innan fylkingar liðfætlna eða liðdýra (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem hafa fjögur pör af fótum, tvískiptan líkama og hvorki fálmara né vængi. Til samanburðar þá hafa skordýr þrjú pör af fótum, þrískiptan líkama, fálmara og yfirleitt vængi. Auk köngulóa eru nokkrir aðrir hópar innan áttfætlna. Má þar telja mítla og títla (Acari), langfætlur (Opiliones), sporðdreka (Scorpiones) og dreka (Pseudoscorpiones).



Elstu steingervingar sem fundist hafa af köngulóm eru frá Mið-Devon eða um 374 til 380 milljón ára gamlir. Fræðimenn telja að köngulær hafi fyrst þróast fyrir meira en 400 milljónum ára og eru þær því meðal allra elstu landdýra.

Alls hafa fundist hérlendis 84 tegundir og koma þær tegundir úr 10 ættum. Langflestar tegundirnar tilheyra dordingulsætt eða 61 tegund.

Meira en 35.000 tegundir köngulóa hafa fundist í heiminum og eru þær flokkaðar í 90 ættir.

Skoðið einnig skyld svör:

Hver er minnsta könguló í heimi?

Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?

Myndin sýnir könguló af tegundinni Stegodyphus lineatus sem finnst meðal annars á grísku eyjunni Lesbos í Eyjahafi. Hún er fengin af vefsetri Háskólans í Antwerpen

...