Elstu steingervingar sem fundist hafa af köngulóm eru frá Mið-Devon eða um 374 til 380 milljón ára gamlir. Fræðimenn telja að köngulær hafi fyrst þróast fyrir meira en 400 milljónum ára og eru þær því meðal allra elstu landdýra. Alls hafa fundist hérlendis 84 tegundir og koma þær tegundir úr 10 ættum. Langflestar tegundirnar tilheyra dordingulsætt eða 61 tegund. Meira en 35.000 tegundir köngulóa hafa fundist í heiminum og eru þær flokkaðar í 90 ættir. Skoðið einnig skyld svör: Hver er minnsta könguló í heimi?
Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?