Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 178 svör fundust
Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?
Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna. Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist ...
Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?
Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...
Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau?
Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins: Sjón. Heyrn. Snerting. Bragð. Lykt. Stundum eru fleiri nefnd til sögunar, svo sem jafnvægisskyn, varmaskyn og sársaukaskyn. Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins. Flestir eru sammála um að sjónin sé okkur hvað mikilvægust. Öll g...
Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?
Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...
Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?
Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...
Hvernig skrifa ég nafnið mitt á arabísku, mongólsku og rúnaletri?
Vísindavefnum berast stundum spurningar um það hvernig eigi að umrita nöfn eða orð á öðru stafrófi. Hér eru dæmi um nokkrar spurningar af þessu tagi: Hvernig skrifa ég Bergur Bjarki Ingason á arabísku? Hvernig á ég að skrifa nafnið mitt á rúnaletri? Hvernig á að umrita íslensk orð á devanagari-stafrófi? Getið ...
Hver eru elstu þekktu tengsl Japans og Íslands?
Íslendingar eiga nokkra fræga Asíufara frá fyrri öldum, meðal annars Jón Ólafsson Indíafara (f. 1593) og Árna Magnússon frá Geitastekk (f. 1726), en enginn þeirra heimsótti Japan svo vitað sé. Líklegasta skýringin er sú að Japan var að miklu leyti lokað fyrir umheiminum á hinu svokalla sakoku-tímabili, sem varði f...
Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?
Samkvæmt ÍSGEM (Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla) þá innihalda 100 g af ýsu- eða þorskflökum um 18 g af prótínum og 82 g af vatni. Harðfiskur er þurrkaður fiskur þar sem búið er að fjarlægja megnið af vatninu úr flökunum. Með þurrkuninni hækkar hlutfallslegt gildi prótínanna eftir því sem vatnið mi...
Er hægt að ferðast fram í tímann? - Myndband
Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...
Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?
Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum). Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-93...
Hvaða þrautir leystu Vopnfirðingar á vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur...
Hvað er úrkoma í grennd?
Veðurathugunarmönnum er gert að flokka veður á athugunartíma í 100 mismunandi „gerðir“ veðurs, hver gerð á sér tölu á bilinu frá 00 til 99. Frá 1949 til 1981 var algjör skylda að nefna einhverja tölu, en frá og með 1982 var leyft að sleppa henni ef hún féll á flokkana 00 til 03 - en þær greina aðeins á milli mismu...
Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?
Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgrefti...
Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?
Aðrir spyrjendur eru nokkrir nemendur 7. bekkjar Lágafellsskóla:Harpa Methúsalemsdóttir, Tómas Helgi Valdimarsson, Kristín Helga Hermannsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Karen Gústavsdóttir, Alex Jökulsson Við höfum áður fjallað um litinn á sólinni, til dæmis af hverju hún verður gul og síðan rauðleit eftir því s...
Er maðkategundirnar Eisenia Foetida (Red Wiggler), Dendrabaena Veneta (Dendras) og Lumbricus Terrestris (Lobs) að finna í íslenskri náttúru?
Liðskiptir ormar með stórt lífhol teljast til fylkingar liðorma (Annelida) sem venjulega er skipt í þrjá flokka: burstaorma (Polychaeta), blóðsugur (Hirudinea) og Oligochaeta sem ýmist hafa verið nefndir ánar eða fáburstungar á íslensku. Jarðvegsormar þeir, sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir æ...