Upp á stólStóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist vera úr samnorrænu danskvæði og á að líkindum ekkert skylt við jólasveina. Vísurnar um jólasveinana annars vegar og könnuna hins vegar standa heldur aldrei saman í handritum. Meira má lesa um þá fyrri í svari sama höfundar við spurningunni Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.

Könnustóll í einu af bryggjuhúsunum í Björgvin í Noregi. Þetta er í betristofu kaupmanna og þar inni fjögur borð og þrjú forsæti.

Bókin Nýtt söngvasafn handa skólum og heimilum kom út árið 1949. Þar voru vísurnar tvær fyrst spyrtar saman.
Upp á hólÞessi texti á sér enga forsendu. Auk þess er það hugsanavilla að einhver standi upp á hól og kanni – án þess að tilgreina hvað það sé sem kannað er. Enginn vill nú gangast við að eiga upptökin að þessari útgáfu vísunnar. Hún hefur samt illu heilli komist á geisladisk með söng hins ágæta barnakórs Kársnesskóla og gerir það líklega erfiðara um vik að kveða villuna niður. Myndir:
stend ég og kanna.
- Projekt Bryggen | En kannestol. (Sótt 15.12.2014).
- Menntamál, 22. árgangur 1949, 2. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 13.12.2017).
Dóra M. Sigurðardóttir, Ása Laufey Sigurðardóttir, Jón Gunnar Gylfason.