Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?

Árni Björnsson

Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864:

Upp á stól
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.

Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist vera úr samnorrænu danskvæði og á að líkindum ekkert skylt við jólasveina. Vísurnar um jólasveinana annars vegar og könnuna hins vegar standa heldur aldrei saman í handritum. Meira má lesa um þá fyrri í svari sama höfundar við spurningunni Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?

Könnustóll í einu af bryggjuhúsunum í Björgvin í Noregi. Þetta er í betristofu kaupmanna og þar inni fjögur borð og þrjú forsæti.

Árið 1949 gáfu Friðrik Bjarnason og Páll Halldórsson út Nýtt söngvasafn handa skólum og heimilum en í því birti Friðrik lag sitt við vísurnar tvær. Þær höfðu ekki verið tengdar saman áður, en lagið og vísurnar urðu brátt mjög vinsæl og hafa valdið því að nú telja flestir að vísurnar hafi átt samleið frá alda öðli. Samt eru ekki nema rúm hálf öld síðan þær sáust fyrst spyrtar saman.

Bókin Nýtt söngvasafn handa skólum og heimilum kom út árið 1949. Þar voru vísurnar tvær fyrst spyrtar saman.

Kringum 1990 var farið að kenna börnum í sumum leikskólum upphaf seinni vísunnar með þessu afbrigði:

Upp á hól
stend ég og kanna.

Þessi texti á sér enga forsendu. Auk þess er það hugsanavilla að einhver standi upp á hól og kanni – án þess að tilgreina hvað það sé sem kannað er. Enginn vill nú gangast við að eiga upptökin að þessari útgáfu vísunnar. Hún hefur samt illu heilli komist á geisladisk með söng hins ágæta barnakórs Kársnesskóla og gerir það líklega erfiðara um vik að kveða villuna niður.

Myndir:

Fleiri spyrjendur:
Dóra M. Sigurðardóttir, Ása Laufey Sigurðardóttir, Jón Gunnar Gylfason.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

1.12.2006

Síðast uppfært

13.12.2017

Spyrjandi

Jóhanna Óladóttir, Karl Jónas, Ævar Þór Benediktsson, Auður Sturludóttir og fleiri

Tilvísun

Árni Björnsson. „Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6418.

Árni Björnsson. (2006, 1. desember). Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6418

Árni Björnsson. „Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6418>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?
Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864:

Upp á stól
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.

Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist vera úr samnorrænu danskvæði og á að líkindum ekkert skylt við jólasveina. Vísurnar um jólasveinana annars vegar og könnuna hins vegar standa heldur aldrei saman í handritum. Meira má lesa um þá fyrri í svari sama höfundar við spurningunni Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?

Könnustóll í einu af bryggjuhúsunum í Björgvin í Noregi. Þetta er í betristofu kaupmanna og þar inni fjögur borð og þrjú forsæti.

Árið 1949 gáfu Friðrik Bjarnason og Páll Halldórsson út Nýtt söngvasafn handa skólum og heimilum en í því birti Friðrik lag sitt við vísurnar tvær. Þær höfðu ekki verið tengdar saman áður, en lagið og vísurnar urðu brátt mjög vinsæl og hafa valdið því að nú telja flestir að vísurnar hafi átt samleið frá alda öðli. Samt eru ekki nema rúm hálf öld síðan þær sáust fyrst spyrtar saman.

Bókin Nýtt söngvasafn handa skólum og heimilum kom út árið 1949. Þar voru vísurnar tvær fyrst spyrtar saman.

Kringum 1990 var farið að kenna börnum í sumum leikskólum upphaf seinni vísunnar með þessu afbrigði:

Upp á hól
stend ég og kanna.

Þessi texti á sér enga forsendu. Auk þess er það hugsanavilla að einhver standi upp á hól og kanni – án þess að tilgreina hvað það sé sem kannað er. Enginn vill nú gangast við að eiga upptökin að þessari útgáfu vísunnar. Hún hefur samt illu heilli komist á geisladisk með söng hins ágæta barnakórs Kársnesskóla og gerir það líklega erfiðara um vik að kveða villuna niður.

Myndir:

Fleiri spyrjendur:
Dóra M. Sigurðardóttir, Ása Laufey Sigurðardóttir, Jón Gunnar Gylfason.

...