Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?

Árni Björnsson

Það er alltaf erfitt að sannprófa hvaða gerð þjóðvísu sé ‘rétt’. Yfirleitt voru vísurnar ekki skráðar á blað fyrr en þær voru orðnar aldagamlar og höfðu brenglast í minni kynslóðanna á ýmsa lund. Því er ekki víst að elsta uppskriftin sé endilega réttust.

Elsta skrásetta gerð vísunnar sem spurt er um er frá Hornströndum á miðri 19. öld:

Jólasveinar ganga um gólf
og hafa staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og strýkir þá með vendi.
Skarpan hafa þeir skólann undir hendi.

Ekki er hægt annað en að verða svolítið veikur fyrir þessari gerð, einmitt vegna þess hvað rím og stuðlasetning eru óregluleg og sumt í henni torráðið. Enginn virðist hafa reynt að laga hana til. Hún birtist í dönsku tímariti árið 1851 og kom því ekki fyrir sjónir almennings á Íslandi. Rúmum hundrað árum seinna kunni þó kona frá Hornströndum f. 1902 vísuna svona:

Jólasveinar ganga um gólf
og hafa staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi
en í því skreppur skjóðan undan hendi.

Þetta bendir til þess að vísan hafi geymst í áþekkri gerð á þessum slóðum.


Teikningin hér að ofan er eftir Tryggva Magnússon og er hún ein af frægum myndskreytingum hans við jólakvæði Jóhannesar úr Kötlum.

Hálfri öld eftir að vísan var fyrst skráð, árið 1898, gaf Ólafur Davíðsson út Íslenzkar þulur og þjóðkvæði. Hjá honum er hún svona:

Jólasveinar ganga um gólf
með gyltan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og strýkir þá með vendi.

Fleiri afbrigði þessarar gerðar hafa fundist og ber þar helst á milli hvort móðirin flengir, hýðir, siðar eða strýkir syni sína. Hér mætti láta sér detta í hug að einhver hafi viljað lagfæra stuðlasetninguna og gert staf jólasveinanna gylltan hversu trúlegt sem það væri í hreysi þeirrar fjölskyldu. Reyndar er ekki hægt að útiloka að hér sé um einhverja aðra jólasveina að ræða en þá sem við erum vön að telja syni Grýlu og Leppalúða. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fleiri en einn hópur jólasveina hafa verið á kreiki.

Gerð Ólafs Davíðssonar kom fyrir augu fleiri Íslendinga en sú frá Hornströndum. Hvorki sést hún þó í stafrófskverum, lestrarbókum né barnablöðum á fyrstu áratugum 20. aldar. Í barnablaðinu Æskunni á jólum 1927 birtist loks lag við vísuna eftir Sigvalda Kaldalóns, en það virðist ekki hafa náð neinum vinsældum.

Árið 1981 varpaði Helgi Hálfdanarson fram þeirri tilgátu í Morgunblaðinu að jólasveinavísan kynni upphaflega að hafa verið eitthvað á þessa leið:

Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi
móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.

Hér er bragfræðin komin í lag og heimilisbragurinn orðinn öllu sennilegri en engin forn heimild hefur fundist að þessari gerð.

Af framansögðu má ljóst vera að ekki er til einfalt svar við spurningunni um réttan texta. Við höfum að minnsta kosti þrjá möguleika og verðum blátt áfram að láta smekk ráða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

1.12.2006

Síðast uppfært

13.12.2017

Spyrjandi

Karl Jónas

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6417.

Árni Björnsson. (2006, 1. desember). Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6417

Árni Björnsson. „Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?
Það er alltaf erfitt að sannprófa hvaða gerð þjóðvísu sé ‘rétt’. Yfirleitt voru vísurnar ekki skráðar á blað fyrr en þær voru orðnar aldagamlar og höfðu brenglast í minni kynslóðanna á ýmsa lund. Því er ekki víst að elsta uppskriftin sé endilega réttust.

Elsta skrásetta gerð vísunnar sem spurt er um er frá Hornströndum á miðri 19. öld:

Jólasveinar ganga um gólf
og hafa staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og strýkir þá með vendi.
Skarpan hafa þeir skólann undir hendi.

Ekki er hægt annað en að verða svolítið veikur fyrir þessari gerð, einmitt vegna þess hvað rím og stuðlasetning eru óregluleg og sumt í henni torráðið. Enginn virðist hafa reynt að laga hana til. Hún birtist í dönsku tímariti árið 1851 og kom því ekki fyrir sjónir almennings á Íslandi. Rúmum hundrað árum seinna kunni þó kona frá Hornströndum f. 1902 vísuna svona:

Jólasveinar ganga um gólf
og hafa staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi
en í því skreppur skjóðan undan hendi.

Þetta bendir til þess að vísan hafi geymst í áþekkri gerð á þessum slóðum.


Teikningin hér að ofan er eftir Tryggva Magnússon og er hún ein af frægum myndskreytingum hans við jólakvæði Jóhannesar úr Kötlum.

Hálfri öld eftir að vísan var fyrst skráð, árið 1898, gaf Ólafur Davíðsson út Íslenzkar þulur og þjóðkvæði. Hjá honum er hún svona:

Jólasveinar ganga um gólf
með gyltan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og strýkir þá með vendi.

Fleiri afbrigði þessarar gerðar hafa fundist og ber þar helst á milli hvort móðirin flengir, hýðir, siðar eða strýkir syni sína. Hér mætti láta sér detta í hug að einhver hafi viljað lagfæra stuðlasetninguna og gert staf jólasveinanna gylltan hversu trúlegt sem það væri í hreysi þeirrar fjölskyldu. Reyndar er ekki hægt að útiloka að hér sé um einhverja aðra jólasveina að ræða en þá sem við erum vön að telja syni Grýlu og Leppalúða. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fleiri en einn hópur jólasveina hafa verið á kreiki.

Gerð Ólafs Davíðssonar kom fyrir augu fleiri Íslendinga en sú frá Hornströndum. Hvorki sést hún þó í stafrófskverum, lestrarbókum né barnablöðum á fyrstu áratugum 20. aldar. Í barnablaðinu Æskunni á jólum 1927 birtist loks lag við vísuna eftir Sigvalda Kaldalóns, en það virðist ekki hafa náð neinum vinsældum.

Árið 1981 varpaði Helgi Hálfdanarson fram þeirri tilgátu í Morgunblaðinu að jólasveinavísan kynni upphaflega að hafa verið eitthvað á þessa leið:

Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi
móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.

Hér er bragfræðin komin í lag og heimilisbragurinn orðinn öllu sennilegri en engin forn heimild hefur fundist að þessari gerð.

Af framansögðu má ljóst vera að ekki er til einfalt svar við spurningunni um réttan texta. Við höfum að minnsta kosti þrjá möguleika og verðum blátt áfram að láta smekk ráða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...