Harpa Methúsalemsdóttir, Tómas Helgi Valdimarsson, Kristín Helga Hermannsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Karen Gústavsdóttir, Alex Jökulsson
Við höfum áður fjallað um litinn á sólinni, til dæmis af hverju hún verður gul og síðan rauðleit eftir því sem hún er lægra á lofti. Hægt er að lesa um það í svari við spurningunni Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?
Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans. Þegar við málum á striga með gulum lit drekkur gula málningin í sig alla aðra liti en gulan sem hún endurkastar og þess vegna verður striginn gulur.