Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?

Ögmundur Jónsson



Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismunandi litbrigði tunglskinsins:

Tunglið endurvarpar til okkar sólarljósi sem á það fellur, og hefur því í meginatriðum sömu litasamsetningu. Tunglið er gulleitt hátt á lofti en rauðleitara við sjóndeildarhring þar sem lofthjúpur jarðar hefur dreift bláa litnum úr geislunum. Tunglskinið er hins vegar svo sterkt að við verðum ekki vör við blámóðuna milli okkar og ljósgjafans, enda er sól þá gjarna sest.

Sama skýring á við um af hverju sólin verður gul og síðan rauðleit eftir því sem hún er lægra á lofti. Um miðjan dag fer sólarljósið hins vegar stutta leið í gegnum lofthjúpinn og þá fáum við hvíta ljósið nokkurn veginn óbrenglað til okkar.

Mynd: solarviews.com

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

19.10.2000

Síðast uppfært

20.5.2019

Spyrjandi

Ragna Jónsdóttir, Þórdís Katla Bjartmarz, Frímann Geir Ingólfsson

Efnisorð

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?“ Vísindavefurinn, 19. október 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1010.

Ögmundur Jónsson. (2000, 19. október). Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1010

Ögmundur Jónsson. „Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1010>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?


Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismunandi litbrigði tunglskinsins:

Tunglið endurvarpar til okkar sólarljósi sem á það fellur, og hefur því í meginatriðum sömu litasamsetningu. Tunglið er gulleitt hátt á lofti en rauðleitara við sjóndeildarhring þar sem lofthjúpur jarðar hefur dreift bláa litnum úr geislunum. Tunglskinið er hins vegar svo sterkt að við verðum ekki vör við blámóðuna milli okkar og ljósgjafans, enda er sól þá gjarna sest.

Sama skýring á við um af hverju sólin verður gul og síðan rauðleit eftir því sem hún er lægra á lofti. Um miðjan dag fer sólarljósið hins vegar stutta leið í gegnum lofthjúpinn og þá fáum við hvíta ljósið nokkurn veginn óbrenglað til okkar.

Mynd: solarviews.com...