"Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kröfu til þess að smeygja sér inn í orðabók Jóns Ólafssonar, sem hefðhelguð íslenzka.Ekki komst orðið inn í orðabókina þar sem aðeins komu út tvö hefti á árunum 1912-1915 sem náðu yfir stafbilið a-brýnn. Það var ekki tekið með í orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-1924) þótt karamellur væru þá oft auglýstar í blöðum með öðru sælgæti. Til dæmis birtist auglýsing í Ægi 1924 með þessari upptalningu:
- Lakkrís, síróp, hunang, brjóstsykur, karamellur, konfekt, marsipan.
ofstopamenn óðu um landið og reyndu að þröngva almenningi til að kalla karamellur töggur (1958:94).Orðið töggur, (kvk.ft.) er að finna í Menningarsjóðsorðabókinni (1983:1074) og er skýringin við það 'karamellur'. Það náði aldrei að festast í málinu þótt tilraunir hafi verið gerðar til þess. Jóninna Sigurðardóttir notar til dæmis töggurbætingur og töggursósa í matreiðslubók sinni frá 1945 (bls. 110) í stað orðanna karamellubúðingur og karamellusósa. Karamella er tökuorð í íslensku úr dönsku karamel. Í dönsku er orðið aftur talið komið úr frönsku caramel en þangað barst það úr spænsku caramelo. Að baki liggur líklegast orðið calamellus í miðaldalatínu. Það er aftur smækkunarmynd af calamus 'hálmur'. Calamellus er talið hafa orðið fyrir áhrifum frá canna mellis 'reyr með hunangi', þ.e. 'sykurreyr', af canna 'reyr' og mel 'hunang', í eignarfalli mellis. Heimildir og mynd:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
- Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstj. Árni Böðvarsson. Menningarsjóður, Reykjavík 1963, önnur útgáfa aukin 1983.
- Gísli Ástþórsson. Hlýjar hjartarætur. Akranes 1945.
- Jóninna Sigurðardóttir. Matreiðslubók. Með heilsufræðilegum inngangi eftir Steingrím Matthíasson lækni. Akureyri 1945.
- Morgunblaðið 28. 12. 1913.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
- Sigfús Blöndal. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík 1920-1924.
- Mynd: Cinnamon Apple Caramels - keviniscooking.com. (Sótt 17. 9. 2014).
Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.