Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Veðurathugunarmönnum er gert að flokka veður á athugunartíma í 100 mismunandi „gerðir“ veðurs, hver gerð á sér tölu á bilinu frá 00 til 99. Frá 1949 til 1981 var algjör skylda að nefna einhverja tölu, en frá og með 1982 var leyft að sleppa henni ef hún féll á flokkana 00 til 03 - en þær greina aðeins á milli mismunandi þróunar skýjahulu frá síðustu athugun.
Úrkoma í grennd.
Eitthvað verður því veðrið að heita. Í listanum langa eru þrjár mismunandi tölur sem taka til úrkomu sem sést frá athugunarstað - en fellur þó ekki á stöðinni þegar athugun fer fram. Þetta köllum við lauslega úrkomu í grennd. Tölurnar þrjár eru 14, 15 og 16 - eiga þær eftirfarandi skilgreiningar:
14 – Úrkoma sjáanleg, en nær ekki til jarðar.
15 – Úrkoma sjáanleg og nær til jarðar í meira en 5 km fjarlægð frá athugunarstað, en úrkomulaust á athugunarstað.
16 – Úrkoma sjáanleg og nær til jarðar í minna en 5 km fjarlægð frá athugunarstað, en úrkomulaust á athugunarstað.
Lykiltala 15 er langalgengust, yfir 80% athugana á úrkomu í grennd falla á hana.
Tíðni athugana sem falla á þessar tölur hefur verið reiknuð hvert ár og fyrir allt tímabilið 1949 til 2011. Úrkoma í grennd reynist nokkuð algeng því um það bil ein athugun af hverjum 20 segir frá henni eða um 5%.
Mynd:
Veðurstofa Íslands. Höfundur myndar: Kristín Hermannsdóttir. Sótt 27. 4. 2012.
Þetta svar er hluti af pistli um úrkomu í grennd sem er á Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar, og er birt með góðfúslegu leyfi.