Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?

Sverrir Jakobsson

Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgreftir hafa farið fram víða á Grænlandi og staðfesta þeir margt í frásögnum ritheimilda, en einnig hafa þeir aukið mjög þekkingu okkar á daglegu lífi íbúanna og þeim búskap sem þeir stunduðu.

Yfirlitsmynd af Eystribyggð þar sem Eiríkur rauði bjó. Brattahlíð er nyrst á kortinu.

Seinustu heimildir um byggð á Grænlandi er að finna í Nýja annál og eru þær frá árunum 1406-10. Einnig hefur varðveist bréf sem segir frá brúðkaupi í Hvalseyjarkirkju 16. september 1408 þar sem Þorsteinn Ólafsson gekk að eiga Sigríði Björnsdóttur (Íslenskt fornbréfasafn III, 72021). Brúðhjónin héldu til Noregs árið 1410, en bjuggu síðar á Íslandi. Þorsteinn Ólafsson komst til æðstu metorða hér á landi, varð lögmaður sunnan lands og austan og hirðstjóri. Hann bjó að Ökrum í Blönduhlíð. Dóttir Þorsteins og Sigríðar, Kristín, átti fyrst Helga lögmann Guðnason en síðan Torfa hirðstjóra Arason. Eru frá þeim komnar fjölmennar ættir höfðingja og valdsmanna.

Ekki er ljóst hversu lengi byggð á Grænlandi hélst eftir þetta, en um endalok byggðarinnar og fleira fróðlegt má lesa um hér að neðan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

5.3.2001

Spyrjandi

Jóhann Ólafur Kjartansson

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2001, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1368.

Sverrir Jakobsson. (2001, 5. mars). Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1368

Sverrir Jakobsson. „Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2001. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1368>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?
Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgreftir hafa farið fram víða á Grænlandi og staðfesta þeir margt í frásögnum ritheimilda, en einnig hafa þeir aukið mjög þekkingu okkar á daglegu lífi íbúanna og þeim búskap sem þeir stunduðu.

Yfirlitsmynd af Eystribyggð þar sem Eiríkur rauði bjó. Brattahlíð er nyrst á kortinu.

Seinustu heimildir um byggð á Grænlandi er að finna í Nýja annál og eru þær frá árunum 1406-10. Einnig hefur varðveist bréf sem segir frá brúðkaupi í Hvalseyjarkirkju 16. september 1408 þar sem Þorsteinn Ólafsson gekk að eiga Sigríði Björnsdóttur (Íslenskt fornbréfasafn III, 72021). Brúðhjónin héldu til Noregs árið 1410, en bjuggu síðar á Íslandi. Þorsteinn Ólafsson komst til æðstu metorða hér á landi, varð lögmaður sunnan lands og austan og hirðstjóri. Hann bjó að Ökrum í Blönduhlíð. Dóttir Þorsteins og Sigríðar, Kristín, átti fyrst Helga lögmann Guðnason en síðan Torfa hirðstjóra Arason. Eru frá þeim komnar fjölmennar ættir höfðingja og valdsmanna.

Ekki er ljóst hversu lengi byggð á Grænlandi hélst eftir þetta, en um endalok byggðarinnar og fleira fróðlegt má lesa um hér að neðan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

...