Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1423 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða orð eru til á íslensku um rigningu?

Orðið rigning er kvenkyns nafnorð. Til forna var einnig til karlkynsorðið rigningur, en önnur merking þess er ánamaðkur. Önnur orð um rigningu eru til dæmis: úrfelli, úrkoma, regn, úrhellisrigning, suddi, regndemba, skrumba, deyfa, deyfla, hraglandi, regn, regnskúr, rekja, slepja, úði, úrfelli, slúð, vatnsveðu...

category-iconHugvísindi

Úr hverju er oblátan sem við fáum þegar við fermumst?

Obláta er brauð sem er notað við altarisgöngu. Orðið er tökuorð úr latínu, oblata merkir eiginlega 'fórn' eða 'hið framborna'. Á vefnum kvi.annáll.is er ýmis konar fróðleikur um altarisbrauð. Þar er meðal annars að finna uppskrift af oblátum fyrir 60-70 manns. Í henni kemur fram að oblátur eru gerðar úr heilhveiti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta froskdýr orðið gömul?

Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það rétt að Grindavík sé á Mars?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...

category-iconHugvísindi

Hvað eru öndvegissúlur?

Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af önd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "Landmenn", sbr. Landmannalaugar, Landmannaleið? Landmenn reka á Landmannaafrétt, afréttinn þeirra og lauga sig í laugunum sínum. Er þetta danskt tökuorð sbr. landmand/landmænd=bóndi/bændur? Ættum við kannski að tala um "Bændalaugar"? Í Íslenskri orð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eltir maður einhvern á röndum?

Öll spurninginn hljóðaði svona: Hvað merkir það að elta einhvern á röndum? Er eitthvað vitað um uppruna þess? Orðasambandið að elta einhvern á röndum merkir að ‘elta einhvern hvert sem hann fer, vera sífellt á hælum einhvers’. Það þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Rönd merkir ‘brún, jaðar; rák’ og í fornu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?

Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?

Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue?

Orðið flaumrænn er tiltölulega nýtt orð í málinu en er að minnsta kosti notað í eðlisfræði og tölvufræði. Í nýrri útgáfu Eddu á Íslenskri orðabók (2002:349) er merkingin sögð: „sem breytist og fær gildi á aflíðandi hátt en ekki í þrepum, t.d. rafspenna og ljósmyndafilma”. Í Tölvuorðasafni frá 1998 (Íslensk málnefn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið ponta komið?

Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það?

Grindill er bær í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Nafnið er í Landnámu, “á Grindli” (Íslensk fornrit I:243). Í sumum handritum stendur Grilli og eru dæmi frá 15. öld um þá mynd (Íslenskt fornbréfasafn IV:250). Myndin Grillir hefur verið algengust í mæltu máli fram á þennan dag. Nafnið telur Margeir Jónsson upphaf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „melur“ þegar vísað er til manns?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „melur“ þegar vísað er til manna og hver er uppruni orðsins? Orðið melur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt 1 ‘sand- eða malarborið svæði; ávöl hæð, lágur hóll’, 2 ‘melgresi’ og 3 ‘mölfiðrildi, mölfiðrildislirfa; eyðsluseggur’. Samkvæmt...

Fleiri niðurstöður