Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru öndvegissúlur?

JGÞ

Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af öndvegissúlum Ingólfs Arnarsonar er kunnust slíkra sagna. Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá líklega átt við Mosfellsheiði.

Hér sjást öndvegissúlur indjána Norður-Ameríku.

Öndvegi merkir tignarsæti, hásæti eða sæti húsráðanda. Orðið er stundum notað í orðasamböndunum 'setja eitthvað í öndvegi', 'skipa einhverjum í öndvegi' og 'leiða einhvern til öndvegis' og er þá átt við að leiða einhvern til forystu eða setja einhvern framar eða ofar öðrum. Eins er öndvegi stundum notað í samsettum orðum eins og öndvegisskáld, öndvegisverk og öndvegistíð í merkingunni hið ágætasta skáld, mjög gott verk og mikil gæðatíð.

Orðið öndvegi er samsett af forskeytinu 'and-', samanber andspænis, og 'vegi' sem merkir vega, lyfta og vegur. Þannig á öndvegi að vísa til þess sem er gegnt þeim sem inn kemur eða blasir við honum.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
  • Einar Laxness, Íslandssaga, Vaka-Helgafell, Reykjavík 1995.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.2.2009

Síðast uppfært

8.2.2021

Spyrjandi

Snæfríður Grímsdóttir, f. 1993
Erna Kaaber

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru öndvegissúlur?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49739.

JGÞ. (2009, 23. febrúar). Hvað eru öndvegissúlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49739

JGÞ. „Hvað eru öndvegissúlur?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49739>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru öndvegissúlur?
Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af öndvegissúlum Ingólfs Arnarsonar er kunnust slíkra sagna. Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá líklega átt við Mosfellsheiði.

Hér sjást öndvegissúlur indjána Norður-Ameríku.

Öndvegi merkir tignarsæti, hásæti eða sæti húsráðanda. Orðið er stundum notað í orðasamböndunum 'setja eitthvað í öndvegi', 'skipa einhverjum í öndvegi' og 'leiða einhvern til öndvegis' og er þá átt við að leiða einhvern til forystu eða setja einhvern framar eða ofar öðrum. Eins er öndvegi stundum notað í samsettum orðum eins og öndvegisskáld, öndvegisverk og öndvegistíð í merkingunni hið ágætasta skáld, mjög gott verk og mikil gæðatíð.

Orðið öndvegi er samsett af forskeytinu 'and-', samanber andspænis, og 'vegi' sem merkir vega, lyfta og vegur. Þannig á öndvegi að vísa til þess sem er gegnt þeim sem inn kemur eða blasir við honum.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
  • Einar Laxness, Íslandssaga, Vaka-Helgafell, Reykjavík 1995.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.

Mynd:...